Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1976, Blaðsíða 11

Æskan - 01.01.1976, Blaðsíða 11
fljóta niður eftir iæknum. En Jens var hinn reiðasti. yfir þessari meSferð og gaf stelpunni langt nef. „Stopp!“ hrópaði Jens, en enginn vildi hjálpa hon- um, allir hafa líklega haldið að hann væri bara gúmmídúkka. Straumurinn bar Jens og öndina niður eftir læknum. Eftir dálitla stund lenti öndin inni í grasi við bakkann og þá var Jens ekki seinn á sér að stökkva í land. Þar var stór kýr á beit. Hún varð víst hissa að sjá Jens, því að hún hætti að bíta og sagði Bööö! — Þvílíkur dómadags hávaði, hugsaði Jens og án þess að líta til baka hljóp hann frá kúnni eins hratt og hann gat. Allt í einu datt hann ofan á eitthvað, sem Kktist stóru, rauðu teppi. „Ég held að ég reyni að sofna hérna,“ hugsaði Jens og lagði sig niður á þetta, sem hann hélt vera teppi. En hann fékk nú ekki að sofa lengi, því að þetta var flugdreki, sem nokkrir drengir voru einmitt að draga á loft. Áður en Jens gat forðað sér, var drekinn kominn hátt í loft upp. Aumingja Jens varð dálítið hræddur, en reyndi þó að halda sér fast og vonaði að drekinn færi að lenda á jörðu niðri. En það varð nú ekki af þvi. Drekinn flaug á trjákrónu og veslings Jens datt um leið á höfuðið niður (fuglshreiður! 9

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.