Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1976, Blaðsíða 37

Æskan - 01.01.1976, Blaðsíða 37
* var illt í einni löppinni. Áður en hún vissi af, var hún komin heim undir íbúðarhús Olsonar, og hún leit af forvitni inn um lýsta gluggana. Hún sá greinilega inn í dagstofu á neðri hæðinni. Allt, sem inni var, sást í gegnum stóru, tjaldalausu gluggana. Það voru víst foreldrar hans, sem sátu þar inni og léku sér að spilagöldrum. Þetta var friðsælt heimili og snyrtilegt að sjá. Húsbóndinn var með spilin, en konan horfði á, og prjónadótið lá við hlið hennar. Húsið stóð svo lágt, að Tim átti auðvelt með að horfa inn. Hún sá, að þau brostu hvort við öðru. Son þeirra sá hún ekki. Húsið handan götunnar stóð miklu hærra, það voru mörg þrep frá götunni upp að dyrunum. Stúlkan í kaupfélags- búðinni bjó þar. Skyldi það vera satt, að hún sjái inn í herbergið hans? Það væri gaman að vita. Og hana langaði svo mikið til að vita það, að hún gekk efst í þrepin, leit svo við og sá þá inn í stórt og fallega búið herbergi, sem var baðað Ijósi frá einhverjum lampa, sem sást ekki. Vegg- irnir voru gulhvítir og á húsgögnunum var grænt flosáklæði. Þar voru margar bókahillur, skrifborð og reykingaborð. En eng'n lifandi sál var þar inni. Tim hafði aldrei séð hús með svo mörgum gluggum. Skrítið fólk, sem vildi búa svona fyrir óbyrgðum gluggum. Nú opnuðust dyr á herberginu og sonur húsráðenda kom inn, og var í innislopp. Hann gekk að skrifborðinu, tók þar nokkur blöð og setti sig svo í stellingar fyrir framan spegilinn. Hún kipptist við. — Stóð hann ekki þarna og skældi sig og steytti hnefana! Nú kom hann að glugganum, opnaði hann og horfði stundarkorn út. Tim stóð eins og mynda- stytta og stirðnaði af hræðslu um, að hann kynni að sjá hana. Nú fyrst varð henni Ijóst, hve heimskulega hún fór að ráði sínu. Auvirðilega. Hún lá á gægjum! Drottinn minn dýri, hve lengi skyldi hann standa þarna? Hvergi sást Ijós í húsinu á bak við hana. Helst var að sjá, að þar væri enginn heima. En ef einhver væri nú heima og hann fyndi upp á því að kveikja, þá mundi hana alveg bera við birtuna! Loksins fór hann frá glugganum. En rétt í því að Tim ætlaði að hypja sig burt, gerðist nokkuð, sem varð til þess, að hún hélt áfram þessu athæfi, sem henni fannst áðan vera andstyggilegt. Þó var þetta verra. Áður stóð hún aðeins á gægjum, en nú lá hún líka á hleri. Hún heyrði orðaskil, þegar hann tók til máls. „Já, ég gerði það, það er satt.. Hvað hefur hann gert, hugsaði Tim örvilnuð, og hvers vegna æpir hann svona um það? Nú æddi hann fram og aftur, þreif í hárið á sér, reif svo af sér sloppinn og henti honum á stól, gekk síðan að borðinu og tók þar eitthvað. Það blikaði ( hendi hans. Hnífur! „Ég játa allt...hún dró mig á tálar, og þegar ég bar það á hana, hæddi hún mig ... hún hló ... Ég stóðst þetta ekki lengur... ég elskaði hana svo heitt. Hún hæddi mig fyrir..." «1».---M-------------------------------- GAMALT LJÓf) Ég elska Guð og finn hann fjær og nær, um fold og geiminn hljómar rödd hans skær, í geislum Ijóss, er gyllir storð og sund, I góðs manns sál, I hverjum blómalund. Er til það hjarta i heimi sem hrifið verður ei, að horfa á himingeiminn í hægum vetrarþey, þá norðurljósin loga og leiftra stjörnur smá, um bláan himinboga blikandi geislum strá þá er sem allt sig beygi, og auðmjúklega ég segi, skaparinn mildur minn, ég mikla guðdóm þinn. Nú gelti vélhjól niðri á götunni, svo að Tim heyrði ekki, hvaða svívirðingu stúlkan hafði hreytt í hann, því að auð- vitað hlaut það að vera stúlka. Nú sneri hann sér beint að glugganum, og Ijósið frá skrifborðslampanum, sem hann kveikti á, þegar hann tók hnífinn, skein beint framan í hann. Tim var kalt á höndunum og stakk þeim í kápu- vasana, en þá fann hún eitthvað hart í vasanum. Leikhús- kíkirinn hennar! Hann lá þarna síðan í gær, þegar hún fór með Önnu í sönghöllina. Nú kom hann sér vel. Hún brá honum fyrir augun og sá, hvernig hann skældist í fram- an, það var eins og hann gréti og hugur hans virtist fullur af ógn og skelfingu. „Já, það var ég, sem drap hana... gerið við mig hvað sem ykkur þóknast, nú er mér alveg sama...“ Og hann hneig fram á skrifborðið og herðar hans hristust af ekka. Svo reis hann upp, fór aftur í sloppinn og svo varð dimmt í herberginu. Foreldrar hans sátu enn í stofunni niðri og virtust ekki hafa hugboð um sálarkvalir þær, sem sonur þeirra leið. Nú sá Tim, að hann kom inn til þeirra og settist hjá þeim. Hann kveikti sér ( vindlingi og var nú alveg eins og hann átti að sér. Þegar hún kom heim, var hún svo föl og tekin, að Anna dreif hana undir eins ( rúmið og flóaði mjólk handa henni og lét hoffmannsdropa út (. Það var læknislyf, sem Anna notaði alltaf gegn kvefi og fleiri algengum sjúkdómum. Tim vissi að ekki tjáði annað en að hlýða og tók möglunar- laust við lyfinu. En svo laumaðist hún inn í baðherbergið og hellti því í þvottaskálina. Þegar Anna kom upp að stundu liðinni, lést hún sofa, til þess að fá að vera ( friði. Myrti! Þetta gat ekki verið satt. Brjálsemi hans birtist auðvitað í þessari fásinnu. Hún huggaðist nokkuð við þessa tilgátu, en lá lengi andvaka, áður en hún gat sofnað. 35

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.