Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1982, Síða 2

Æskan - 01.12.1982, Síða 2
Nýjar bœkur frá Æskunni Birgir og Asdís eftir Eövarð Ingólfsson Birgir og Ásdís er eldhress skáldsaga fyrir unglinga frá 14 ára aldri um ástir unglings- áranna, fyrsta barnið, sam- búðina og mörg þau vanda- mál, sem henni fylgja. Ung pör sem hefja sambúð, kom- ast fljótt að því að lífið er ekki eins einfalt og það sýnist í kvikmyndum og afþreying- arbókum. Birgir og Ásdís er mögnuð saga, sem skrifuð er af þekkingu og hreinskilni um viðkvæmni unglingsáranna. Birgir og Ásdís er sjálfstætt framhald unglingabókarinn- ar Gegnum bernskumýrinn, sem kom út fyrir tveimur árum og vakti mikla athygli. Innb. Verð kr. 197.60. Ævintýri Æskunnar í þýðingu Rúnu Gísladóttur. Endurprentun þessarar skemmtilegu og eftirspurðu ævintýrabókar sem hefur verið ófáanleg í nokkur ár. Bókin er ríkulega myndskreytt. Eiguleg bók fyrir börn á öllum aldri. Innb. Verð kr. 247.00. Bækurnar eru í pöntunarlistanum Neyðarópið hjá stálsmiðjunni eftir Ragnar Þorsteinsson Neyðarópið berst frá Sveini, þrettán ára gömlum, sem þrír stálpaðir strákar þjarma að. Og Þorlákur Vilmundarson bregður skjótt við . . . En má hafnarverkamaður um sextugt sín einhvers gegn flokki pörupilta sem leiðst hafa út í notkun allskyns vímuefna? í bókinni Neyðarópið hjá stálsmiðjunni kemur margt á óvart. Hún er fjörleg og spennandi frásögn af samskiptum Þorláks og drengjanna. Neyðarópið hjá stálsmiðjunni er einkum ætluð stelpum og strákum 10—14 ára. En fólk á öllum aldri mun kunna að meta þessa bók sem skrifuð er af skilningi og hlýju. Innb. Verð kr. 197.60. RAGNAR ÞORSTEINSSON Neyðarópið h já stálsmriðjunnri

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.