Æskan - 01.12.1982, Side 26
ÞÝDDAR ENDURMINNINGAR OG ÆVISÖGUR
ABRAHAM LINCOLN
Höf. Thorolf Smith.
Saga Abrahams Lincoln hefur
lengi þótt forvitnilegt lesefni. Hún
er ekki aðeins sígilt dæmi um
mann sem úr mikilli fátækt og um-
komuleysi hefst til hinnar mestu
mannvirðingar með þjóð sinni sakir
óvenju sterkrar skaphafnar og
skarprar greindár. Hún er einnig
saga mikilla átaka. Um 60 myndir
prýða bókina.
307 bls. Innb. Verð kr. 111.20.
BARALENNON
Stórglæsileg og lifandi bók um
John Lennon, Bítlana og bítlaárin á
íslandi með á annað hundrað
myndum. Einn gagnrýnenda blað-
anna sagði um hana: „Bókin ber
höfuð og herðar yfir aðrar Lennon-
bækur, útlendar sem innlendar."
Örfá eintökóseld.
176 síður í stóru broti. Verð kr.
284.00.
CHURCHILL OG STRÍÐIÐ
Höf. Gerald Pawle.
Bókin er náma fyrir þá, sem hafa
áhuga á Churchill. Lifandi frásögn
um stríð og ríkisstjórn, en einnig
um stórkostlegan persónuleika.
Myndskreytt.
Innb. 438 bls. Verð kr. 247.00.
ÉG VIL LIFA Á NÝ
Höfundurinn Birgit Tregroth er
sænskur rithöfundur og þekkt leik-
kona. Bókin er endurminningar úr
hjónabandi höfundar og Jens Otto
Krag, fyrrverandi forsætisráðherra
Danmerkur.
Þýð. Guðrún Guðmundsdóttir.
Innb. 175 bls. Verð kr. 55.60.
FRANKLIN D. ROOSVELT
Höf. Gylfi Gröndal.
í þessari viðamiklu bók er rakin ævi
Roosevelts forseta, bernska og
uppruni, menntun, stjórnmálaferill
og fjölskyldulíf. Þetta er ógleyman-
leg saga stórbrotins persónuleika.
Bókin er prýdd fjölmörgum mynd-
um.
Innb. 346 bls. Verð kr. 98.80.
Gulag-eyjarnar,
I. bindi
Höf. Alexander Solsjenitsyn.
Verð kr. 86.50.
GULAG-eyjarnar,
II. bindi
Höf. Alexander Solsjenitsyn.
Verð kr. 86.50.
Bækurnar um GULAG eru merki-
legar heimildir um fangelsisbúðir
Sovétríkjanna og tíðarandann í
þessu framandi þjóðskipulagi.
í HERTEKNULANDI
Þetta er sönn saga norskrar fjöl-
skyldu um hernámsárin á íslandi
1940-1945.
Höf. Ásbjörn Hildremyr.
Þýð. Guðmundur Daníelsson.
Innb. 212 bls. Verð kr. 265.50.
2 KM
| dtikvb 0
| í Etdi
KRISTUR NAM STAÐAR í EBÓLÍ
Höf. Carlo Levi.
Höfundurinn var mikill andfasisti
og var handtekinn 1934, sleppt aft-
ur úr haldi, en fangelsaður á ný árið
eftir. Síðan var hann dæmdur í út-
legð, sem hann afplánaði í Lúkaníu
áSuður-ítaliu 1935—36. Bókin fjall-
ar um þetta tímabil í ævi höfundar.
Innb. 262 bls. Verð kr. 79.00.
LÆKNIR SEGIR FRÁ
Ævisaga þýska skurðlæknisins
Hans Killian. Mannúð og mann-
skilningur er höfuðprýði þessarar
bókar. Þýðandi Freysteinn Gunn-
arsson.
Innb. 230 bls. Verð kr. 37.00.
MINNINGAR LILLI PALMER
Endunninningar hinnar frægu,
þýsku leikkonu eru sérstaklega
eiguleg bók. Hún hefur ritað þær
sjálf og þykir einn besti höfundur á
þýska tungu.
Verð kr. 284.00.
MYNDLISTARDJÁSN
Glæsilegar, litlar bækur með vönd-
uðum texta og litmyndum. Bæk-
urnar fjalla um lisfmálarana Goya,
Van Gogh, Rembrandt og Leon-
ardo da Vinci.
Fjórar bækur i öskju: Verð kr.
197.60.
Lausar bækur: Verð kr. 49.40 hver
bók.
5VETLANA
ENDURMINNINGAR
SVETLANA
Endurminningar. - Tuttugu bréf
til vinar.
Svetlana Allilujeva, dóttir Stalíns,
skrifaði þessa umtöluðu bók sum-
arið 1963, smyglaði handritinu til
Indlands og flutti það síðan með
sér til Bandarikjanna.
Innb. 251 bls. verð kr. 98.80.
Margar af þeim bókum, sem eru í
Bókaskránni, fást aðeins hjá okkur.
Bókabúð Æskunnar
26