Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1987, Síða 9

Æskan - 01.11.1987, Síða 9
 Ljósmyro ciríKur Jórssor Ngar ég horfi um öxl. Það var gott andrúmsloft í Fortuna og ég kunni ^jög vél við strákana. Margar klíkur v°ru í kringum okkur og ég varð svo hePpinn að lenda í einni þeirra sem Var samheldin og góð. Ég kynntist 'hörgum skemmtilegum Þjóðverjum °§ held enn sambandi við þá. Þegar ^aður var kominn inn í tungumálið Var auðvelt að kynnast þeim. Þeir eru 1 eðli sínu ákveðnir því að þeir eru góðu vanir. Ég get trúað að ástæða Þess að mörgum íslenskum verslunar- ^önnum finnst þýskir ferðamenn vera frekir sé sú að þeir skilja þá ekki og ^amburður þeirra er harðari en t.d. ^aglendinga og Bandaríkjanna. Við áttum á brattann að sækja allan þ^nn tíma sem ég var hjá Fortuna ^Usseldorf. Þau voru teljandi skiptin Sem okkur gekk verulega vel. Þá var *jka stórkostleg reynsla að heyra og 'Una hvatningu sjötíu þúsund áhorf- 6nda. Munurinn á þýskum og enskum ^horfendum er t.d. sá að Þjóðverjar eru kröfuharðari og fljótari að missa áhuga á liði sínu en Englendingar sem hvetja hið eina og sanna lið sitt fram í rauðan dauðann — sama á hverju gengur. Þýskir áhorfendur hika ekki við að púa á eftirlætisleikmenn sína, t.d. þegar þeir eiga slæm skot að marki eða senda misheppnaða bolta til samheijanna. Þegar ég hafði verið hjá Fortuna í tvö ár rann samningur minn út og ég endurnýjaði hann. Þá voru belgísk og vestur-þýsk lið farin að falast eftir mér og ég sé reyndar eftir því að hafa ekki tekið einhverju af þeim boðum.“ Reif oft kjaft! — Hvernig var svo að byrja að leika aftur með gömlu félögunum í Fram? „Það var alveg ágætt. Liðið hafði endumýjast allnokkuð frá því að ég fór utan. Ég man þegar ég var að byrja að leika með meistaraflokknum 1975 að þá fannst mér strákar, sem komnir voru yfir 25 ára aldursmörkin, vera óttalegir kallar. Ég var fremur örgeðja á þeim tíma og kjaftfor við þá ef því var að skipta. Ég man að þeir hristu oft höfuðið yfir rausinu í mér og ekki er ég frá því að stundum hafi verið litið á mig sem svarta sauðinn í liðinu. Núna vona ég að yngri strák- arnir líti ekki á mig sem karl sem er að verða búinn að vera! Ég tel að knattspyrnumenn séu í toppformi á aldrinum 28-30 ára.“ Pétur álítur að knattspyrnumönnum hafi farið fram hérlendis síðustu ár. Hann fann dálítinn mun þegar hann kom heim aftur frá Þýskalandi. Hon- um fannst knattmeðferð og leikkerfi vera betri. Hann segir að íslenskir áhorfendur geri næstum því sömu kröfur til áhugamanna og atvinnu- manna og það sé ekki réttmætt; áhugamenn þurfi að stunda fulla vinnu og bæta knattspyrnuæfingum og leikjum ofan á hana. Þar af leiði að 9

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.