Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1987, Qupperneq 11

Æskan - 01.11.1987, Qupperneq 11
LJÓÐASKRÁ Sr. Friðrik Friðriksson: ÆSKUDRAUMUR Lítll drengur léttur og frár leikur sér um völl. Hann er eftir aldri knár og orkustór þótt sé hann smár og fýsir að ganga á fjöll. Glaður drengur og léttur í lund leikur sér um völl. Hann hræðist ekki hamrasund og hyggur að sækja á vættafund og berjast við bjargatröll. Ljúfur drengur með Ijósa brá leikur sér um völl, er smiður kænn og kann að sjá í konungsstól sé hægt að ná og byggja sér háa höll. Lítill drengur svo Ijúft og dátt leikur sér um völl. Hann setur sér mark sitt mikið og hátt sem mundi honum aldrei kraftafátt að vinna sér veldin öll. Lítill drengur með Ijósa kinn leikur sér um völl. á sæfarir hyggur sveinninn minn, að sigla á dreka er stormurinn sér leikur við lagarföll. Svo líður bernska og líður tíð og leikir hætta um völl og brött verður leið um hamrahlíð. En hæsta tindi hann nær um síð ef hjartað er hreint sem mjöll. Svo líður æska svo líður stund, leikir hættta um völl. Ef hátt hann stefnir með sterka lund og styður sig fast við drottins mund þá ógna engin tröll. Hin Ijúfa æska líður brátt, leikir hætta um völl. Pótt eigi rísi húsið hátt og hásœtið verði fremur lágt þar verður hans hjartans höll. Sr- Friðrik Friðriksson var þjóðþekktur fyrir störf að æskulýðs- •nálum — en þeim helgaði hann alla krafta sína. Hann stofnaði ^FUM og var leiðtogi þess félags um áratugi. Sr. Friðrik var ljóðskáld og mörg kvæða hans birtust í Æsk- Unni, bæði meðan hann var ritstjóri, 1903-8, og síðar. Á fimmtugsafmæli Æskunnar birtist í blaðinu ávarp frá Sr. ^riðriki. í lok þess segir hann: »Þess vegna óska ég þess að þú eigir góða framtíð fyrir hönd- um og eigir ennþá eftir að stækka og verða æ fallegri og ávallt ung í anda. Þótt þú verðir 100 ára og þaðan af eldri óska ég þér að þú verðir ætíð full af æskufjöri og hressandi hvöt til dugs og dáða. Haltu ætíð merkinu hátt fyrir fæddar og ófæddar kynslóðir ís- lensks æskulýðs og veittu æ þeim ungu leiðbeiningu og hjálp til að fylgja málefni Drottins, bindindis og siðgæða til heilla og ham- ingju. Þess óska ég á hálfrar aldar afmæli þínu.“ 11

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.