Æskan - 01.11.1987, Qupperneq 29
Á Bolungarvík
17 MÖRK í EINUM LEIK!
Agnar Ásbjörn, Hálfdán og Friðrik
Öolvíkingar hafa í sínum röðum ágætt
sundfólk. Þeir geta líka verið stoltir af
Því að eiga unga og efnilega knatt-
sPyrnumenn. Blaðamaður Æskunnar
komst að því þegar hann ferðaðist um
^estfirði í sumar.
Friðrik Árnason er markvörður hjá
flokki UMFB, Ungmennafélags Bol-
ungarvíkur. Hálfdán Daðason er tengi-
liður í sama liði en Agnar Ásbjörn Guð-
Oiundsson er í framlínunni. Liðinu hef-
Ur gengið vel í sumar, vann m.a. ís-
flrðinga 3-1, sem þykir góður árangur
eu tapaði seinni leiknum, 2-0. Strák-
ornir segja að það sé skemmtilegast að
s*gra ísfírðinga af öllum liðum. Mesta
s,gur, sem þeir hafa unnið á öðru félagi,
unnu þeir í fyrra á Patreksfirðingum.
Loik þeirra lyktaði með því að Bolvík-
lugar sendu andstæðinga sína 16 sinn-
uni eftir boltanum í netið en fengu að-
e,ns eitt mark á sig. í sumar sigruðu
Þeir svo Þingeyringa, 9-1. 4. flokkur
UMFB æfír tvisvar í viku.
Agnar Ásbjörn á reyndar heima á
isafírði en er hjá systur sinni á Bolung-
3rvík á sumrin. Hann er einn mark-
hæsti leikmaður liðsins og hafði skorað
ntark í öllum leikjum þess á þessu sumri
nema einum þegar viðtalið var tekið.
Hn hvemig leggst það í vini hans þeg-
ar hann er að leika gegn þeim?
„Þeir hafa gaman af því að stríða mér
Þegar þeir vinna okkur,“ svarar hann.
»Þeir segja þá kannski sem svo að ég
v*ri betur kominn í liði þeirra."
— Er einhver rígur á milli staðanna?
»,Svona dálítill.“
— Líkar þér betur að vera hérna á
Sumrin en heima á ísafirði?
»,Já, hér er skemmtilegra. Krakkarn-
lr eru félagslyndari."
Agnar Asbjörn starfaði í bæjarvinn-
unni á Bolungarvík í 4 vikur í sumar og
líkaði vel. Hann getur hugsað sér að
dveljast þama í fleiri sumur enda á
hann orðið jafnmarga vini á báðum
stöðum.
121 kr. á tímann
Hálfdán var líka í bæjarvinnunni.
Hann segir að þeir hafi haft 121 krónu á
tímann. Starfið fólst í að hreinsa til,
tína msl og tyrfa. Hann lagði mestallt
kaupið sitt inn á bankabók en er ekki
búinn að ákveða í hvað hann eyðir því.
Þegar hann er spurður hvort hann
eigi einhverja draumaprinsessu á Bol-
ungarvík svarar hann neitandi. Að
minnsta kosti vill hann ekki tjá Æsk-
unni það.
Friðrik fæddist á ísafirði eins og svo
margir Bolvíkingar en hefur átt heima
á Bolungarvík alla tíð. í sumar vann
hann við að afgreiða bensín.
„Þetta er lítið spennandi starf til
lengdar," segir hann okkur. „Afi minn
rekur bensínstöðina og þannig fékk ég
vinnuna. Ég vinn 8 tíma á dag og fæ
6000 kr. á viku. Vinnutíminn er frá 4 til
11 á kvöldin. Um kvöldmatarleytið fæ
ég alltaf ókeypis Tomma-hamborgara í
sjoppunni."
— Ertu góður markvörður?
„Ég vil ekki dæma um það sjálfur.“
Vinir hans grípa þá inn í og segja að
hann sé víst góður, annars væri hann
ekki í markinu hjá þeim.
— Hlakkarðu til að byrja í skólan-
um í haust?
„Nei! Þá er stundum betra að vinna á
bensínstöðinni.“
Að síðustu spyr blaðamaður strák-
ana hvort þeir hafi ferðast mikið um
Vestfirði.
Þeir segja að svo sé ekki, — þeir hafi
einkum ferðast í tengslum við knatt-
spyrnuleiki.
„En það kemur að því að við skoðum
Vestfirðina betur,“ svara þeir.
„Kannski þegar við erum sjálfir komnir
með bílpróf."
Það eru lokaorðin í samtalinu.
29