Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1990, Blaðsíða 24

Æskan - 01.02.1990, Blaðsíða 24
Er ég að verða stór? Framhaldsþættir eftir Brynju Einarsdóttur 3. kafli. Fríið okkar pabba var búið. Við vomm búnir að mála allt húsið. Það var ofsalega fínt. Ég fór í leikskólann eftir hádegið þegar pabbi fór aftur í vinnuna og hann sótti mig þegar hann var búinn. Fyrst leiddist mér að fara í leikskólann. En það var samt best því að pabbi var farinn að vinna. Kalli kom líka úr fríinu sínu og við gátum farið að leika okkur saman aftur. Kalli var besti vinur minn og átti heima í næstu götu við okkur. Ég gat alveg farið einn til hans þegar við áttum frí úr leikskólanum. Hann var hjá ömmu sinni fyrir norðan í frfinu því að pabbi hans og mamma fóm til útlanda með stóm skipi sem pabbi hans er sjómaður á. Þau keyptu handa honum mikið af nýju dóti sem gaman var að leika sér með. Stundum þegar Kalli var reiður sagði hann að ég mætti ekki hafa nýja bílinn sinn. Þá fór ég bara heim og þá fannst mér hann leiðinlegur. A leikskólanum máttu allir hafa dótið og fóstrumar gættu þess að krakkamir væm ekki að rífast út af þvf. Stundum sungum við og Gunna fóstra spilaði fyrir okkur á gítar. Við lærðum mörg lög. Eitt var um hund sem hét Loppa og átti litla hvolpa. Strákurinn í vísunni fékk að leika við hvolpana. Mig langar í hund. En mamma segir að hundar eigi helst að vera í sveit og að lítil böm, eins og litla systir, eigi ekki að vera nálægt dýmm inni á heimili, þau geti fengið ofnæmi. Ég ætla að búa í sveit þegar ég verð fullorðinn. Við teiknum líka á leikskólanum. Ég teiknaði einu sinni mynd af stómm hundi. Konan hengdi hana upp á vegg. I góðu veðri drekkum við úti, annars drekkum við inni. Á eftir verða allir að taka saman eftir sig. Það má ekkert rusl verða eftir. Einu sinni fórum við niður í fjöm. Á leiðinni héldum við í band. Og fóstmmar kenndu okkur umferðarreglumar. Það á alltaf að líka vel til beggja hliða áður en gengið er yfir götu. Einu sinni stöðvaði löggan umferðina meðan við fómm yfír götu. Það vom svo margir bílar. I fjömnni fundum við margar fallegar skeljar og kuðunga. Kuðungamir vom litlir og þeir vom fastir á klettunum. Það var fiskur inni í þeim. Fóstran sagði að kuðungurinn væri húsið hans. Hann lokaði hurðinni á húsinu sínu þegar ég tók hann. Við byggðum hús úr sandinum og gerðum stíflur. Það er gaman að vera í leikskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.