Æskan - 01.02.1990, Blaðsíða 54
Mistökin
Kæra Nanna Kolbrún!
Ég skrifa þér í von um að þú
getir hjálpað mér að leysa úr
svolitlu vandamáli. Þó að þér
finnist þetta kannski ekki
mikið vandamál og ég óttalega
heimsk þá líður mér mjög illa
út af þessu.
Það er þannig að ég á enga
vini. Ég er alltaf ein og læt mér
leiðast. Ég er mjög ljót, alltaf
með bólur og ljóta húð og er
svolítið feit og með asnalega
stór bein í mjöðmunum. Ég er
mjög leiðinleg og allt öðruvísi
en annað fólk. Ég hugsa allt
öðruvísi en krakkarnir og hef
aðrar skoðanir á hlutunum. Ég
yrki mikið af ljóðum. Mér
finnst fólk alltaf vera að forðast
mig og reyna að losna við mig.
Ég þori aldrei að segja neitt við
hina krakkana af því að ég
held alltaf að þeir séu að stríða
mér og tala um mig. Mér líður
þess vegna mjög illa og græt
mikið.
Ég er alltaf að tala við
eitthvert fólk sem er ekki hjá
mér heldur bara ímyndun. Ég
er alltaf að ímynda mér að ég
sé einhver önnur stelpa og
þetta fólk hugsi vel til mín,
finnist ég vera falleg og
skemmtileg. Ég segi því frá
ýmsu um mig sem er ekki satt
og ég er einhver allt önnur
persóna.
Núna er þetta orðið
óþolandi því að ég sé alltaf
eitthvert fólk og mér finnst
alltaf einhver vera að horfa á
mig. Ég á alveg æðislega góða
foreldra en ég gæti aldrei talað
um þetta við þá. Þeir hlægju
áreiðanlega að mér. (Eins og
þú gerir efalaust núna)
Ég veit að ég mun aldrei
eignast neina vini. Mér líður
stundum ágætlega þegar ég
ímynda mér hlutina eins og
þær ættu að vera en svo þegar
ég kem í skólann verður allt
eins og áður og ég veit að ég
er algerlega misheppnuð.
Þó að þú getir ekki hjálpað
mér að eignast vini þá getur
þú kannski hjálpað mér að
gleyma þessu og finna
einhverja gleði án þess að vera
í einhvers konar draumaheimi.
Þú bara verður að hjálpa
mér og ekki henda bréfinu því
að ég græt svo mikið og mér
líður svo illa. Mig langar til að
deyja.
Afsakaðu skriftina en ég var
mjög taugaspennt.
Bless,
Mistökin.
Es.: Ég er alveg hætt að
borða sælgæti til að losna við
bólurnar en það gagnar ekkert
og eiginlega er ég alveg hætt
að borða.
Svar:
Bréfþitt lýsir mjög mikilli
neikvœöni í eigin garö og
vantrú á að öðrum finnist
eitthvaö til um þig. Þó aö þú
eigir góöa foreldra treystir
þú þeim ekki fyriráhyggjum
þínum. í hugarheimi þínum
veltiröu fyrirþérneikvœöum
hugmyndum umþau ogaðra.
finningunni aö öörum finnist
þú vera leiöinleg. Kannaðu
viðbrögöin og smám sanian
getur þú hugsanlega rtetí
meira við þau. Kannski getur
þú rœtt viö annaö þeirra 1
einu. Pabbi og mamma eru
tvœr persónur og sum mál
er kannski auöveldara a&
rœöa viö mömmu en pabba
og öfugt.
Reyndu að líta jákvceðun1
augum á þaö sem þú hefW
veriö að reyna aö gera, eins
og t.d. aö boröa minna
sœlgœti og aö yrkja Ijóö. Þ°
aö þú sjáir ekki árangar
strax þá skiptir þetta máb-
Ljóöin hjálpa þéraö oröa tU'
finningar þínar og vinna ur
þeim. Hefuröu sýnt f°r'
eldrum þínum eöa kennurum
Þaö varlangtfrá þvít.d. aö
mér vœri hlátur í hug þegar
ég las bréfiÖ frá þér. Þaö
kœmi mérá óvartefforeldrar
þínir hlcegju aö þér ef þú
rœddir viö þau. Eg held að
þú œttiraö láta reyna á þaö.
Þú geturprófaö þigáfram og
byrjaö á því aÖ fœra í tal viö
þau aö þú hafir á til-
Ijóöin? Þarna vceri a.t-v'
komiö tilefni til umrceöna■
ÞaÖ er líka jákvcett að þ
skulir skrifa í þennan þa '
ÞaÖ er fyrsta skrefiö á Þe‘rf
leiö aö rjúfa þá einangrU ^
sem þú lýsir í bréfinu. &re.
þitt er ritaö á betra máli °t>
því fallegri stíll en mörgu
bréfum sem ég heffengið-
J,
58 Æskan