Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1991, Blaðsíða 36

Æskan - 01.02.1991, Blaðsíða 36
„Reynum oð ollro besto í Róm segir Eyjólfur Kristjónsson, söngvori og söngvosmiöur. Myndir: Sigurgeir S i g u rj ó n s s o n . Eyjólfur Kristjánsson er lesendum Æskunnar vel kunnur. Hann hefur iðulega komist í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins og bar sigur úr býtum í henni á þessu ári sem höf- undur lagsins, Draumur um Nínu, - og flytjandi þess ásamt Stefáni Hilmarssyni. í fyrra vann hann í Lands- lagskeppni Stöðvar 2! Þá er líklega ekki annað eftir en að sigra í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva á Ítalíu í maí... En gerir hann sér vonir um þaðí Að því spyrjum við Eyjólf fyrst... „Ég vil ekki spá neinu um gengi okkar í Róm. En við reynum að gera okkar allra besta." - í fyrra komst lag Harðar Ólafs- sonar í fjórða sæti. Kvíðir þú því að ætlast verði til að þú náir enn betri árangri en hann og flytjendur Eins lags enn? „Nei, ég kvíði því ekki - að minnsta kosti ekki enn þá. Ef maður gerir sitt besta getur maður verið á- nægður með það sjálfur og verður að una því hvar í röðinni lagið lendir." Fyrsta grunnskólaprófið ... Eyjólfur Kristjánsson er 29 ára. Hann ólst upp í Vogahverfi í Reykja- vík og var í Vogaskóla. „Árgangur 1961 var sá fyrsti sem tók grunnskólapróf - 1976. Við fengum sérstakt skjal upp á það! Áður varð að taka landspróf til að komast í framhaldsskóla. Ég er enn tengdur þessu hverfi þó að ég sé fluttur þaðan. Ég held ákaft með Þrótti og bregð mér stundum inn í Sæviðarsund til að horfa á knattspyrnuleiki. Þróttarar komust upp í 2. deild í fyrra. Ég vona að þeir snari sér í þá fyrstu í surnar!" - Þú hefur líklega leikið knatt- spyrnu sjálfur? Já - og handknattleik. Ég byrjaði í 6. flokki og keppti með Þrótti upp í 3. flokk. Á þeim árum lék Eiríkur Hauksson tónlistarmaður knatt- spyrnu með félaginu og í handknatt- leiknum voru m.a. Sigurður Sveins- son og Páll Ólafsson. Ég hóf ungur að stunda skíðaferð- ir, 7-8 ára. Um það leyti var Blá- fjallasvæðið „í burðarliðnum". Ég fór líka í Hveradali og Jósepsdal - og síðar í Skálafell. Þegar ég var fjórtán ára réð ég mig sem lyftuvörð hjá Skíðaskólanum í Kerlingarfjöllum. Ég hef verið þar nánast öll sumur síðan sem skíða- kennari. Tvo undanfarna vetur hef ég farið til Austurrílcis og verið þar í þrjár vikur sem fararstjóri og skíða- kennari - ásamt félaga mínum Inga Gunnari Jóhannssyni. Ég hef alltaf stundað íþróttir. Undanfarin ár hef ég æft veggtennis - og í keilu byrjaði ég fyrir einu og hálfu ári. Ég byrjaði að keppa í vegg- tennis 1984 og varð íslandsmeistari það ár og 1985." Las lafínu í fíu daga ... - Hvert lá leiðin að loknu grunn- skólaprófi? „Ég fór í Menntaskólann í Reykja- vík og var þar í fjóra vetur. Ég fór fyrst í stærðfræðideild en færði mig yfir í máladeild eftir 4. bekk. Ég þurfti að taka stúdentspróf í latínu til að komast í máladeildina. Það var tekið eftir tveggja vetra nám þar (3. og 4. bekk) Hún var ekki kennd í stærðfræðideild. Ég las latínu í tíu Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson flytja lag Eyjólfs, Draum um Nínu. 40 Æslcan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.