Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1991, Blaðsíða 44

Æskan - 01.02.1991, Blaðsíða 44
Isbjornorstjornon eftir Ragnhildi Öfeigsdóttur Húsið sem Nanna og Baddi áttu heima í í borginni var orðið mjög gamalt. Það var úr gráum steini og upp með því óx grænn vafningsviður. Mamma þeirra hafði erft þetta hús eftir gamlan og sérvitran frænda sem safnaði gömlum og skrítnum hlutum. „Hann var skrítinn," sagði mamma. „Hann reiknaði bara út stjörnurnar og horfði á þær úr stjörnukíkinum sínum. Hann hélt að hann hefði fundið nýja stjörnu." Oft þegar Baddi var kominn í rúmið á kvöldin hugsaði hann um skrítna frænda sinn og nýju stjörnuna hans. Frændi hafði líka átt mikið af frímerkjum og nú átti Baddi þau. Baddi hefði líka viljað eiga blöðin sem frændi reiknaði stjörnurnar út á en mamma var búin að henda þeim öllum. „Það var bara drasl," sagði mamma. En mamma kallaði alltaf allt sem var skemmtilegt og skrítið drasl. Hún henti öllum skrítn- um og skemmtilegum hlutum sem Baddi fann úti á götu og kallaði þá líka drasl. Baddi var viss um að hann væri búinn að komast að mörgum leyndarmál- um og finna marga fjársjóði ef mamma hefði ekki alltaf hent öllu sem hann kom með heim undir því yfirskini að það væri drasl. Og útreikningarnir hans frænda. Þar var allt um nýju stjörnuna og leyndarmál hennar. Baddi hafði hræðilegar áhyggjur af því að nú væri hún týnd og fyndist aldrei framar, vesalings litla stjarnan. Og Baddi sá hana næstum því fyrir sér, litla fallega grátandi stjörnu sem ekki rataði heim til sín. Baddi horfði oft á stjörnurnar út um herbergisgluggann. Hann vissi að þær voru fallegastar á veturna þegar hvítur snjórinn var yfir öllu og vindurinn svaf. Þá glitruðu þær uppi á himin- hvolfinu eins og lifandi frostrós- ir og Badda fannst oft að þær væru að senda sér merki ef hann horfði fast og lengi á þær. En hvar var litla týnda stjarnan hans frænda? Yrði hún ævinlega týnd á bak við skýin? Frændi var sá eini sem hafði þekkt hana og viljað hjálpa henni. Og þá and- varpaði Baddi þungt. Eitt kvöld fékk Baddi þá hug- mynd að leika fyrir stjörnurnar á blokkflautuna sína. Hann settist við opinn gluggann í dimmu svefnherberginu og hóf að spila öll lögin sem hann kunni. Hann horfði fast á stjörnurnar á himn- inum og leit aldrei undan eins og hann byggist við að nú myndi litla stjarnan hans frænda koma fram á himininn og brosa til hans. Ekkert gerðist svo að Baddi lagði vonsvikinn frá sér flautuna og fór að sofa. Hvers vegna skyldu stjörnur lílca vera músík- alskar? Hann var hræðilega þreyttur. En þá kom allt í einu nokkuð furðulegt fyrir. Baddi heyrði mjúkt krafs á glugganum og langir og mjóir geislar fóru að teygja sig inn. Baddi settist upp og þá heyrði hann hvíslað með mjórri, skærri rödd: „Ég er litla stjarnan, litla týnda stjarnan hans frænda þíns. Ég á enga mömmu og pabba því að þau hröpuðu bæði til jarðar í miklu stjörnuhrapi fyrir mörg hundruð árum. Þá rættust óskir mörg þúsund manna sem sáu stjörnuhrapið. En ég fór að gráta og er búin að vera litla grátandi stjarnan síð- an. Ég lagði af stað ein út í heim- inn og mér fannst best að eiga heima yfir norðurpólnum því þar er svo friðsælt og fallegt allt árið um kring og hæfilega dimmt fyrir stjörnur að skína því að ekki förum við stjörnurn- ar að skína um hábjartan daginn. Gullnu stjörnutárin mín féllu líka á skjannahvíta ísbreiðuna og skínandi ísjakana sem stóðu upp úr sjónum. Þau mynduðu fallegan, gullstráðan veg sem ís- birnirnir gengu eftir á leiðinni inn í hvítu ísbjarnarhallirnar sínar. Ég gerðist því heillastjarna ísbjarnanna og þeir dönsuðu í kring um mig á dimmum vetrar- 48 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.