Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1991, Blaðsíða 14

Æskan - 01.02.1991, Blaðsíða 14
Ein afnýju stjörnunum í hand- knattleiknum um þessar mundir er landslidsmaðurinn og KR-ingurinn Konráð Olavs- son. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir mjög góða frammistöðu í leikjum og und- anfarna mánuði hefur hann verið með markahæstu leik- mönnum í leikjum KR og í landsleikjum. Það er reyndar ekkert óeðlilegt að hann skuli vera góður í íþrótt sinni þar sem hann hefur æft hana af krafti frá 10 ára aldri. Æskan ákvað að taka viðtal við Konráð og kynnast honum og handknattleiksheiminum að nokkru. Konráð er fæddur 11. mars 1968 og er því að verða 23 ára. Fyrst var hann spurður í hvaða skólum hann hefði verið: „Ég byrjaði í Laugarnesskóla, fór svo í Æfingadeild Kennaraháskól- ans og er nú að ljúka námi á hag- fræðibraut í Fjölbrautaskólanum við Ármúla." - Hvað finnst þér skemmtilegast að læra? „Ætli mér hafi ekki fundist skemmtilegast í íþróttum, ásamt hagfræði sem ég er að læra núna. Annars hef ég mikinn áhuga á öllu námi. - Hvenær fékkstu fyrst áhuga á handknattleik? „Þegar ég var 8-9 ára. Ég var að æfa knattspyrnu hjá Ármanni og fór þá fyrst að stunda handbolta. Ég byrjaði þó ekki að æfa að ráði fyrr en ég var fluttur í annað hverfi, Háaleiti, 10 ára. Þá fór ég að æfa af fullum krafti með Val og þar kviknaði áhuginn fyrir alvöru." „Hélt að væri verið að stríba mér" - Langaði þig til að verða hand- knattleiksmaður þegar þú varst lít- ill? „Ja, mamma segir að ég hafi byrj- að að leika mér með bolta áður en ég byrjaði að ganga svo að ég hef alltaf verið eitthvað að fikta með boltann. En mig fór að langa til að verða handknattleiksmaður þegar ég keppti í alþjóðlegu móti hér heima. Ég var þá í fjórða flokki. Ég fékk verðlaun, var valinn besti maður mótsins. Ég hélt fyrst að það væri verið að stríða mér, að 1 4 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.