Æskan - 12.04.1901, Qupperneq 2
46
að svo fagurt, blítt og elskuvert andlit svo
nærri sór, að hún stilti grátinn eins snögg-
lega og hún hafði byrjað að gráta, og stalck
óhreinu fingrunum sínum í löngu og hvítu
liöndina, sem að henni var rétt. Því næst
■sagði hún í smá skömtum frá því, hvernig
hún hefði fylgt eftir lúðraflokknum og að
hún hefði síðan vilst, og að hún hefði
heyrt þenna undraverða söng i gegnum
gluggann og hefði staðið við til þess, að
hlusta á hann. Hún gat ekki sagt frá því,
hvernig hún hefði komist inn í húsið, af
því, að hún mundi það ekki. En hún vissi
það eitt, að hún kom til þess að finna
sönginn.
Áður en Sally hafði lokið sögu sinni,
sat hún i knjám kvennengilsins með ann-
an handlegginn utan um háls hennar, en
hinn utan um dýi-mæta brauðið sitt. Fræga
söngkonan og tötralega stúlkan, gátu undir
eins skiiið hvor aðra, því þær elskuðu báð-
ar hið sama mál, sem er tunga englanna,
og sem við köllum söng.
Það mundi taka oflangan tíma, að segja
frá öllu því, sem Saliy hafði upp úr því,
að heimsækja söngkonuna; hvernig hún og
brauðið bennar voru flutt heim t.il hennar
i- fallegum vagni, að söngkonan átti langt
samtal við móður Sallyar, og að Sally
var nokkru siðar send í skóla, til þess hún
gæti lært töluvert um söng.
Eftir margra ára slit og langvarandi þol-
inmæði rann ioks sá dagur upp, þegar
Sally var sjálf orðin mikil söngkona, og
söng einmitt sömu söngvana og höfðu leitt
hana til svo mikillar hamingju, en alla
sína æfi söng hún þá þó aldrei án þess að
minnast kvennengilsins velgjörara síns.
Brunnur vitringanna.
eftir Selmu Lagerlöf.
Einu sinni endur fyrir löngu var kerl-
ing inneyg og hörkuleg útlits á gangi á
Gyðingaiandi, og fór yfir skrælnaða þistla
og sviðna grasrótina. Fað var Þerrinornin,
sem drepur allan jarðargróða, varnar rign-
ingunni að koma úr loftinu, og breytir feg-
ursta gróðurlandi í eyðimörk.
I’etta var um sumar. Sólin skein á
bera fjallatindana. Minsti vindblær þyrlaði
þykkum kaikrykskýjum yfir skrælnaða jörð-
ina; hjarðirnar höfðu hópað sig saman
niður í dölunum kringum lældna, sem voru
að þorna upp.
Þerrinornin gekk um og gætti að vatns-
birgðunum. Hún kom að Salómonsbrunn-
uriutn og andvarpaði, því hún sá, að þar
var enn töluvert af vatni niður í kletta-
sprungunum. Síðan gekk hún að Davíðs-
brunninum fræga við Betlehem, og fann
vatnið einnig þar. Og svo gekk hún sila-
lega eftir veginum, frá Betlehem til Jerúsa-
lem.
Þegar hún va.r komin nálægt rniðja vega
kom hún auga á brunn vitringanna, sem
er þar rétt við veginn. Brunnur þessi er
úr einum steini, sem er holaður innan.
Þerrinornin settist á barminn og horfði
ofan í brurminn og sá þegar, að hann var
rétt þornaður upp. Brunnurinn var vanur
að vera nærri barmafullur, en nú sást að
eins dálítil vatnsglæta, gruggug og græn af
slimi í botni hans. Og það fór angistar-
hrollur um brunninn, þegar hann sá skorp-
na og veðurbarða andlitið f’errinornarinnar
spegla sig í Jitla og gmgguga vatnsfletin-
um.