Æskan

Árgangur

Æskan - 12.04.1901, Síða 4

Æskan - 12.04.1901, Síða 4
48 Riddararnir voru þrír og gengu þeir þeg- ar til Þeninornarinnar og heilsuðu henni með því að ieggja höndina á enni sér og brjóst. Hún sá, að þeir voru í skínandi hvitum klæðum og voru með afar stóra „Túrbana" á höfðinu, og efst framan í þeim var skín- andi stjarna, sem Ijómaði, eins og hún heíði verlð nýlega tekin ofan af himnin- um. „Vér erum komnir frá framandi landi“, mælti einn aðkomumanna, og biðjum þig að segja oss, hvort þetta sé í raun og veru brunnur vitringanna." „Þannig ei' hann nefndur i dag“, mælti f’errinornin, „en á morgun verður hér eng- inn brunnur. Hann deyr í nótt.“ „Það skil ég, fyrst ég sé þig hér“, svar- aði maðurinn. „En er þetta ekki einn af lteilögu brunnunum, sem aldrei þorna upp? Eða af hveiju hefir honum verið geflð þetta nafn?“ „Ég veit að hann er helgur1', svaraði f’errinomin, „en hvað hjálpar það. Vitr- ingar þeir, sem hann er kendur við, eru í Paradís." Hinir þrír ferðamenn litu hver á annan. „Kant, þú sögu brunnsins?" spurðu þeir. „Ég kann sögu allra brunna og upp- sprettna, allra lækja og fljóta" svaraði Þerrinornin drembilega. „Gerðu það þá fyrir oss, að segja oss söguna", báðu þeir. Og svo settust þeir niður kringum fjand- konu alls jarðargróða, og hlustuðu á sögu hennar. Éerrinornin ræskti sig og krönglaðist upp á brunngrindurnar og settist þar. Síð- an hóf hún sögu sína. „í Medíu er nær sá, er Gabes heitir, rétt við jaðarinn á eyðimörkinni og hefir mér oft þótt gott að hafa þar hæli. Fyrir mörgum árum áttu þar heima þrír menn, sem voru frægir fyrir speki sína. Éar að auki voru þeir örsnauðir, en það var óvenju- legt í Gabes, því þar var fróðleikur í heiðri hafður og vegur til auðlegðar. En livað þessa menn snerti, gat því naumast verið- öðruvísi varið, því einn þoirra var afar gamall, annar þjáður af líkþrá og hinn þriðji var þykkvaraður Svertingi. Álitu menn hinn fyrsta of gamlan til þess að kenna sér nokkuð. Hinn annan forðuðust þeir af ótta við sjúkdóm hans, og hinn þriðja vildu þeir ekki hlusta á, af því að' þeir þóttust vita, að aldrei hefði speki kom- ið frá nokkrum svertingja. Þessir þrír vitringar báru óhamingju sína í félagsskap. Þeir báðust ölmusu á daginn, við sama musterisportið, og sváfu á nótt,- inni á sama þakinu. Á þennan hátt fengu þeir þó að minnsta kosti tækifæri til að íhuga í sameiningu alt það, sem undrun- arvert er hjá mönnunum og lieiminum yflr höfuð að tala. Eina nótt sem oftar sváfu þeir á þaki einu og var það algróið rauðum svefnjurt- um; vaknaði þá sá elzti þeirra, en naum- ast hafði hann litið upp, fyr en hann vakti báða hina. „Lofuð veri fátækt ,vor, sem neyðir oss til, að sofa undir berum himni", mælti hartn. „Yaknið og lyftið augum yðar til, himins." „Sjáið þið nú!“ mælti Þerrinornin með- dálitið blíðari rödd. „Petta var nótt, sem enginn sá gleymir, er séð hefir. Pað var svo bjart, að þó himininn sýnist vanalega

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.