Æskan

Árgangur

Æskan - 09.09.1901, Blaðsíða 5

Æskan - 09.09.1901, Blaðsíða 5
89 fyrir bróður sínum. Þetta var honum nýtt sorgarefni, og þegar móðir hans kysti hann og ætlaði að hugga hann, grét hann enn meira. Læknirinn kom á hverjum degi að vitja um Georg. Hann sagði ekkert um veika augað, en skoðaði það alt af nákvæmlega; sárin á andlitinu voru nú nærri gróin. Peg- ar læknirinn fór, stóð Hinrik aít af fyrir utan dyrnar og beið hans til að fá að vita, hvernig Georg liði. Læknirinn klappaði þá á kollinn á honum og sagði: „Þúertvænn drengur að hugsa svona mikið um hann bróður þinn.“ Georg var nú farinn að klæðast og ganga um í stofunni; en þó var enn bundið um augað. Læknirinn skoðaði það á hverjum degi, og loks varð hann að segja móður- inni, að það kæmi því miður fram, sem hann hafði ótta'st frá byrjun; Georg hafði mist sjónina á særða auganu. Petta voru sorgartíðindi bæði fyrir móðurina og aðra. Himik, sem stóð fyrir utan dyrnar og beið eftir leyfi til að mega koma inn, heyrði það líka, og nú gat hann ekki stilt sig lengur, heldur hljóp inn í stofuna til móður sinnar. „Mamma, það var eg, sem gerði það,“ sagði hann og faldi andlitið í kjöltu hennar. „Þú veizt ekki hve slæmur eg hefi verið. Eg fleygði steini í hann Georg og hugsaði ekki út í, hvað ilt eg gæti gert með því; eg geiði það í bræði. Ó, mamma mín, snúðu þór ekki frá mér; vertu ekki reið við mig! Hvað á eg að gera?“ Móðir hans lagði hendurnar á höfuð hans og sagði: „Eg hefl alt af vitað það; en eg ætlaðist til að þú meðgengir það sjálf- krafa. Já, Hinrik, þú heflr gert bróður þín- um mikið ílt.“ „Hvað heldurðu að pabbi segi, þegar hann fréttir það?“ spurði Hinrik kjökrandí. „Honum mun víst falla það þungt, hve erfitt þú átt með að stjórna geði þínu. En hefir þú ekki neitt að segja honuin, Hin- rik ? “ IJinrik þagði dálitla stund, síðan svaraði hann: Eg þori ekki að lofa neinu, því eg hefi gert það svo oft.“ Og þegar eg skrifaði pabba þinum sein- ast, — það var sama daginn og slysið vildi til —, þá lofaðir þú lika að ga ta þin fram- vegis; þú hefir víst gleymt að biðja guð um að hjálpa þér til þess.“ Hinrik roðnaði en svaraði ekki, því móðir hans hafði getið rétt til. Georg hafði altaf staðíð við hlið móður sinnar og liorft á Hinrik. Nú gekk hann til hans, kysti hann og sagði: „Gráttu rm ekki Hinrik minn! Mér er nú ekkert ílt í auganu, og eg er ekkert reiður við þig heldur.“ En Hinrik grót enn meira, því hann fannr hve Georg var miklu betri en hann sjálfur. Aldrei gleymdist Hinrik það, hve mikið ílt hafði hlotist af reiði hans og hugsunar- leysi. Þegar hann ætlaði að reiðast, mint- ist hann þess jafnan, og bað þá guð um styrk til að geta stilt skap sitt. Óegar faðir hans kom heim frá Indlandi, sá hann, a5 Hinrik ha.fði efnt loforð sitt og var svo- geðspakur og hógvær, eins og hann væri orðinn alt annar drengur. Yar þetta miki huggun fyrir foreldra hans, sem að hinu leytinu voru svo hrygg af því að veslings Georg hafði mist sjónina á öðru auganu. XYIII + IX. þýddi.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.