Æskan - 09.09.1901, Side 3
87
í hendinni. „Eldastúlkan sagði, að við mætt-
um ekki kveikja."
„Hver kærir sig um, hvað hún segir?
Það þætti mér gaman að vita“, svaraði Hin-
rik, og fór að kveikja í hrúgunni.
„Eg vil helzt ekki gera það“, sagði Ge-
org og gekk nokkur skref burt frá hrúg-
unni.
„Hvað þá? Viltu helzt ekki gera það,
kjáninn þinn?“
„ Já, mamma segir allt af, að við eigurn
að hlýða fullorðna fólkinu, og nú sagði
eldastúlkan, að vfð mættum ekki kveikja í
neinu. Eg vil helzt ekki vera með“, sagðí
Georg.
„En þú skalt vera með; það segi eg!“
ftskraði Ilinrik, og nú var hann aftur orð-
inn rjóður út undir eyru af bræði; því hann
vissi vel, að hann hafði rangt fyrir sór, en
Georg rótt. „Eg skal sannarlega fá þig til
að vera með; það geturðu reitt þig á.“
Georg hristi höfuðið og settist á stein.
„Viltu koma hingað?"
Veslings Georg var hræddur, og lá við
að fara að gráta; en hann sat samt kyr.
„Kemurðu nú?“
„Nei“, sagði Georg. „Það er ekki rótt
að gera það.“
„Og það þorirðu að segja við mig?
Viltu koma strax, þegar óg segi, að þú eigir
að gera það.“
Hinrik hafði nú tekið upp stein og stóð
með hann i hendinni.
Georg stóð upp og lagði af stað heim-
leiðis; hann þorði ekki að vera einsamall
með bróður sínum lengur.
„Vertu kyr!“ öskraði Hinrik á eftir hon-
um. „Þú fær ekki að fara inn til mömmu
•og segja frá. Ileyrirðu það! Viltu verakyr?"
Georg staðnæmdist; hann var orðinn ná-
fölur en grót þó ekki.
„Viltu koma?“
Georg hristi höfuðið. í sama bili fékk
hann högg í andlitið, svo hann féll til jarðar
og lá þar með háhljóðum.
Nú var Hinrik runnin reiðin. Hann hafði
kastað steininum, án þess að hugsa um,
hvað hann gerði eða hverjar afleiðingarn-
ar gætu orðið. Nú stóð hann yfir bróður
sínum eins fölur og Georg hafði áður verið,
og grót og kveinaði.
„Æ, eg meinti ekkert ílt með því. Eg
gerði það óviljandi.“
Eldastúlkan hafði heyrt hljóðin og kom
nú til að sjá, hvað um væri að vera. Hún
tók Gerg upp og sá þá, að andlit hans
lagaði allt í blóði. Hinrik rak upp angist-
aróp; en stúlkan tók Georg og bar hann
inn í húsið. Þar kom móðirin á móti þeim;
hún hafði heyrt, að Georg var að hljóða,
og þegar hún sá, hvernig hann var til reika,
varð hún náföl. Hinrik stóð við hlið henn-
ar og grét sáran; en nú tók enginn eftir
honum; allir hugsuðu um Georg.
Stúlkan bar Georg inn í stofuna og hjálp-
aði móður hans til að búa um hann í legu-
bekknum. Móðir hans spurði hann, hvern-
ig honum liði, en hann svaraði að eins:
„Æ, mér er svo ílt. Talaðu ekki við mig.“
Móðir hans sendi strax eftir lækninum.
Síðan settist hún fyrir framan Georg, sem
iá í legubekknum og stundi af sársauka.
Hinrik var líka í stofunni en hann hafði
íalið sig úti í horni, þar sem enginn sá
hann. Hann var hættur að gráta; en hann
var svo hræddur og óskaði að eins, að
læknirinn kæmí sem fyrst.
Loksins opnuðust dyrnar og einhver kom