Æskan - 09.09.1901, Síða 7
91
rnávar gáfulegir á svip með langa og mjóa
vængi. Hjá þeim er stöðugt garg og gól,
óp og háreysti. Þeir eru aldrei kýrrir og
altaf þurfa þeir að kvarta yfir einhverju.
— Og ættu þeir ekki við jafn rólegan hús-
bónda og lómvían er, mutidi ekki líða á
löngu áður þeim væri sagt upp húsnæðinu.
En efst uppi á kvistinum, þar sem hallinn
á þakinu byrjar, þar hefir dálítill jarðvegur
náð fótfestu. Þar býr lundinn. Er hann
oft nefndur prófaslurinn, enda er hann mjög
æruverður útlits, með afarstórt rautt nef,
en hátíðasvipurinn fer stundum af honum,
svo að það er ekki laust við, að það liti
svo út, eins og hann sé að henda gaman
að þeim, sem neðar búa. Hann grefur sér
holur í jörðina, þar verpir hann eggjunum,
og þar hýrist hann, enda eru ekki tekjur
hans svo mikiar, að hann hafi efni á þvi,
að reisa tígulega höll til að búa i.
Tveir drengir áttu heima á þessari ein-
manalegu ey. Annar þeirra hét Jóhannes
en hinn Óli Jakob. Faðir þeirra var leigu-
liði á eynni, og hann átti eina bæinn, sem
þar var.
Jóhannes var 12 vetra en Óii Jalcob 11
— og höfðu þeir aldrei kornið út, fyrir land-
steina eyjarinnar. — Margar aðrar eyjar
sáust fljóta í bláu hafinu alt í kring og
horfðu þeir á þær á hveijum degi, og á
vetrarkvöldin hafði þeirn verið sagt frá stór-
borgum, þar sem byggi fjöldi fólks og sífelt
væri glaumur og gleði. — Sögur þessar
hljómuðu í eyrum þeirra líkt og æfintýr;
og þeir spertu augun, hlustuðu á sögurnar
og langaði að koma til bláleitu landanna
handan við sundin.
Samt sem áður voru þeir glaðir heima
hjá sór, því eyjan var fögur og fríð; loftið
heilnæmt og þeir voru svo duglegir drengir,
að þeir höfðu nóg að sýsla heima fyrir.
Þar voru fyrst og fremst tvö naut, kýrn-
ar og kálfarnir, og vegna þessa fónaðar
höfðu þeir a'ði mikið að bysa við, og skemta
sér að; ennfremur voru þar fjárhundar, sem
höfðu næni mannsvit. Peir höfðu haft
e
margan örðugan skemtidaginn með þeim
og smalanum þegar þeir fóru í hendings-
kasti eftir hlíðunum, þegar verið var að
elta sauðina, eða kiifa upp örmjótt einstigi
til að ieita kinda sem ranglað höfðu upp á
fjallið. Stundum fóru þeir út i bátinn.
Þegar veður var gott á sumrum, var smá-
fiskurinn í stórtorfum undii' eyjunni, og þá
kom við undir eins og öngiinum var kast-
að út fyrir borðstokkinn, en á haustin var
kominn stóreflis þoskur, og þá urðu þeir
að taka á öllum kröftum til, að innbyrða
iiann.
Skemtilegast var þó um fuglatekjutímann
og hlökkuðu drengirnir til hans árið um í
kring. Ef það var ekki gaman, að sitja á
fjallsegginni og veifa stönginni með netháfn-
um á fyrir fuglinn, þegar hann flaug fram
hjá, og flækja hann þannig inn i háfinn.
En það dugði ekki kiaufaskapur ef slíkt
átti að hepnast. Og það gaman, að koma
svo heim með hundrað, eða tvö hundruð,
og jafnvel þrjú hundruð fugla á kvöldin.—
Fullorðnu karlmennirnir sigu í löngum og
sterkum vöðum niður í bjargið, ogþaðvar
ekki lítil forvitni þegar verið var að draga
þá upp, að vita hve marga fugla þeir hefðu
veitt, og ekki lítið gaman að geta sér til af
þyngdinni, hvað niargir fuglar væru bundnir
í vaðinn.
„í ár fáum við sjálfsagt að vera með og
síga í bjargið," sögðu þeir hvor við annan.