Æskan

Árgangur

Æskan - 30.10.1901, Blaðsíða 5

Æskan - 30.10.1901, Blaðsíða 5
3 sjóninni einni samt; hann krefti hendurnar að hamarskaftinu, svo að hvítnuðu hnú- arnir. En buandinn gerði, sem von var, og öll hjúin, kölluðu ákaflega, báðu sér friðar, buðu, að fyrir kæmi alt það, er þau áttu. En er hann sá hræðsiu þeirra, þá gekk af honum móðurinn, og sefaðist hann og tók af þeim í sætt börn þeirra, Pjálfa og Rösku, og gerðust þau þá skyldir þjónustumenn Þórs, og fylgja þau honum jafnan siðan. Lét hann þar eftir hafra og byrjaði ferð- ina austur í Jötunheima og allt til hafsins, og þá fór hann út yfir hið djúpa haf; en er hann kom til lands, þá gekk hann upp, og með honum Loki og Þjálfi og Röskva. Pá er þau höfðu litla hríð gengið, varð fyr- ir þeim mörk stór; gengu þau þann dag allan til myrkurs. P’jálfi var allra manna fóthvatastur; hann bar kýl Pórs, en til vista var eigi gott. Þá er myrkt var orð- ið, leituðu þeir sór til náttstaðar og fundu fyrir sér skáia nokkurn mjög mikinn, voru dyr á enda og jafnbreiðar skálanum; þar leituðu þeir sér náttbóls. En um miðja nótt varð landskjálfti mikiil, gekk jörðin undir þeim skykkjum, og skalf húsið; þá st.óð Þór upp og hét á lagsmenn sína, og leituðust fyrir og fundu afhús til hægri handar í miðjum skálanum og gengu þann- ig; settist Þór í dyrin, en hin önnur voru innar frá honum, og voru þau hrædd, en Pór hólt hamarskaftinu og hugði að verja sig; þá heyrðu þau ym mikinn og gný. En er leið að dögun, þá gekk Þór út og sór, hvar lá maður skamt frá honum í skóginum, og var sá eigi lítill; hann svaf og hraut sterklega. Þá þóttist Þór skilja, hvað látum verið hafði um nóttina; hann spennir sig megingjörðum, og óx honum ásmegin; en í því vaknar sá maður og stóð skjótt upp; en þá er sagt, að Þór varð bilt einu sinni að slá hann með hamr- inum, og spurði hann að nafni, en sá nefndist Skrýmir; „en eigi þarf ég,“ sagði hann, „að spyrja þig að nafni, kenni óg, að þú ert Ásaþór; en hvort hefir þú dreg- ið á braut hanzka minn?“ Seildist þá Skrýmir til og tók upp lianzka sinn; sér Þór þá, að það hafði hann haft um nótt- ina íyrir skála, en afhúsið það var þuml- ungurinn hanzkans. Skrýmir spurði, ef Þór vildi hafa föruneyti hans, en Þór játti því. Þá tók Skrýmir og leysti nestbagga sinn og bjóst til að jeta dögurð, en Þór í öðrum stað og hans fólagar. Skrýmir bauð þá, að þeir legðu mötuneyti sitt, en Þór játti því; þá batt Skrýmir nesti þeirra allt í einn bagga og lagði á bak sér; hann gekk fyrir um daginn og steig heldur stórum, en siðan að kvöidi leitaði Skrýmir þeim náttstaðar undir eik nokkurri mikilli. Þá mælti Skrýmir til Þórs, að hann vill ieggj- ast niður að sofna; „en þér takið nestis- baggann og búið til náttverðar yður.“ Því næst sofnar Skrýmir og hraut fast; en Þór tók nestisbaggann og skal leysa; en svo er að segja, sem ótrúlegt mun þykja, að engi hnút fékk hann leyst og engi ólarend- ann hreyft, svo að þá væri lausari en áður. Og er hann sér, að þetta verk má eigi nýtast, þá varð hann reiður, greip þá ham- arinn Mjöini tveim höndum og steig fram öðrum fæti að þar, er Skrýmir lá, og lýst- ur í höfuð honum; en Skrýmir vaknar og spyr, hvort laufsbiað nokkuð félli í höfuð honum, eða hvort þeir hefði þá matazt og séu búnir til rekkna. Þór segir, að þeir munu þá sofa ganga. Ganga þau þá und-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.