Æskan

Árgangur

Æskan - 30.10.1901, Blaðsíða 9

Æskan - 30.10.1901, Blaðsíða 9
7 i „Hvað er þetta er hann ekki styttur upp enn?“ Vegna rigninganna i Björgvin hefir myndast sú saga, að hestar fælist þar ef þeir sjái kvennmanri, sem hafi ekki regn- hlif yfir sér. Kona nokkur mætti lækni á götu í bæ einum og þurfti læknirinn að flýta sór. Rýkur þá konan að honum og segir: Það er gott að jeg sá yður, læknir miun. Mér er ílt í hálsinum. Heldur læknirinn, að það sé hættulegt?* Læknirinn hugsaði sér að launa henni fruntaskapinn og segir. „Gerið svo vel, að kreista aftur augun og reka út úr yður tunguna þangað til eg segi til. Konan gerir þetta en læknírinn heldur leiðar sinnar. Fólk það, sam framhjá gengur fer að horfa á konuna og stingur saman nefjum og segir. „Nei sko kerlinguna. hún hefir víst fengið krampa í kjálkana". í þassu kemur lögregluþjónn að, tek- ur í konuna og segir: „Hví eruð þór að gapa hór og gjöra uppþot hórna á göt- unni?“ Það má nærri geta, að konan hefir sneipst og farið kurteisilegar að ráði sínu í næsta sinn. Vitnið. Johann Boje, fiskimanni, var eitt sirin stefnt til þess að bera vitni í mjög lítilfjörlegu máli. Dómarinn gekk að dómara borðinu, ákaflega hátíðlegur og al- varlegur á svipinn og iagði höndina á bibhuna. Hafið nú nákvæmlega eftir mér það, sem ég segi“, mæiti dómarinn. „Pað skal eg gera, herra dómari! “ svar- aði Johann Boje. „Ég“, . . . mælti dómarinn. „Ég“, hafði Jóhann Boje eftir honum, en sagði ekki meira. „Nú, haltu áfram“ mælti dómarinn, „og segðu hvað þú heitir“. „Nú, haltu áfram, og segðu hvað þú heitir", át Jóhann upp mjög alvarlega. „Veiztu ekki, hvað þú heitir", kallaði dómarinn upp?“ „Veiztu ekki hvað þú heitir?“ át Jó- hann upp enn alvarlegar en áður. „Nei, þetta er Ijóta vitleysan“ kallaði dómarinn með hárri rödd. „Nei, þetta er ijóta vitleysan", hafði Jó- hann eftir honum. Ekki þarf að furða sig á því, þótt áiieyr- endurnir færu að eiga örðugt með að verj- ast hlátri, enda þótt kyrð og stiiling eigi að vera í dómsalnum. Kallaði þá dómarinn upp i vandiæðum. ,.Er hór enginn, sem getur sagt mér hvað maðurinn heitir?“ Jóhann mælti: „Er hér enginn, sem getur sagt mór, livað maðurinn heitir?" Éá gat enginn stillt sig lengur, hvorki áheyiendur né dómarar, og allir ráku upp skellihlátur og meíra að segja Jóhann Boje veltist um, þótt hann vissi alls ekki að hverju verið var að hlægja. Loks gat sækjandi málsins stilt sig, og rétti dómaranum pappírsblað, sem hann hafði skrifað nafn Jóhanns á. Nú var haldið áfram með eiðinn. „Eg Jóhann Boje“, mælti dómarinn. „Nei, það er nú einmitt ég!“ kallaði Jó- liann upp. Var þá farið að lilægja aftur.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.