Æskan

Árgangur

Æskan - 30.10.1901, Blaðsíða 8

Æskan - 30.10.1901, Blaðsíða 8
6 Yoðaleg1 verslun. í borginni Chicago í Bandaríkjunum eru smáherbergi útbiíin með barnagull í sum- um veitingahúsunum. Inn í þessu her- bergi eru börnin tæld og þar er þeim kent að neyta áfengra drykkja. Fundu lögreglu- þjónarnir yfir 20 veitingahús í norðurenda bæjarins er ráku slika atvinnu. Veitinga- maðurinn fer þannig að, að hann skreytir innan'eitt herbergi í bakhlið hússins, lætur þar litla stóia, borð, myndabækur og barna- gull þau, sem börnin vilja helst leika sér að. Að svo búnu er h'till drengur eða lítil stúlka lokuð inni og gefið sætt vín í litlu glasi. Svo eru barninu gefnir nokkrir aurar, og því er sagt að koma með önnur börn þangað með sér. Safnast því stór- hópar af börnum í herbergi þessi. Fá þau vínföng gefins fyrst í stað, en svo er þeim kent að kaupa þau fyrir aura þá, er þau hafa safnað sér saman. Tilgangur veit- ingamannsins er auðvitað sá, að venja börnin á áfenga drykki, svo börn þau, sem eiga heima nálægt veitingahúsunum, komi þangað, og eyði þar peningum sínum þeg- ar þau eru orðin stór. Þegar þessi börn eru orðin stáipuð eru þau þess vegna orðin hneigð fyrir áfenga ■drykki, og afleiðingiri verður sú, að þau eyða nær því öllu á veitingahúsunum, sem þau vinna sér inn. Hefir þá veitingamað- urinn fengið það margborgað, sem hann gaf börnunum upphaflega. Og hann kærir -sig lítið um það, þótt börnin spilli sál og líkama, fé og farsæld sinni. Honum er nóg, að græða fé, en þeir sem verzla við hann mega fara í gröfina, vitlausra-spítal- a,n eða í hegningarhúsið. („Magne"). SKRÍTLUR. Ung stúlka mætti einu sinni beininga- manni á vegi sínum, og lét hann hana skilja með bendingum, að hann væri mál- lans. Stúlkan hrærðist til meðaumkunar gaf honum ölmusu og spurði hann hjartan- lega: „Aumingja maður! Hve lengihafið þér verið mállaus?“ „í tvö ár“. svaraði auminginn, en það má nærri geta, hversu stúlkunni hefir orð- ið við. Steinhöggari nokkur bjó tíl legstein og hjó á hann aldur hins látna „89 ár“. Frændur þess látna komust síðar að því, að hann hefði orðið einu ári eldri, og báðu steinhöggarann að breyta skriftinni á steininum, og bæta einu ári við. Stein- höggvarinn gjörði það þegar, og nú stend- ur á steininum. „Dó 891 árs gamall". (Börn! var það rétt?) Bærinn Björgvin í Noregi er nafnkunn- ur fyrir rigningar, enda eru þar stundum stöðugar íigningar alt sumarið. Ferðamaður nokkur er dvaldi þar, kvart- aði því yfir því við Bjöi’gvinarbúa, hve ilt væri að vera stöðugt votur í fæturna. „Við höfum vatnshelda skó, og erum því aldrei votir“ svaraði heimamaður. „Það hefi eg líka gert“ svaraði ferða- maðurinn, „en nú er eg hættur því, því eg var þá altaf stigvélafullur. Englendingur nokkur var eitt sinn í Björgvin, og höfðu stöðugar rigningar gengið meðan hann dvaldi þar. Árið eftir kom hann þangað aftur, og hitti svo á, að koma þangað í rigningu. Spurði hann þá einn kunningja sinn meðal bæjarmanna:

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.