Æskan

Árgangur

Æskan - 17.03.1902, Blaðsíða 3

Æskan - 17.03.1902, Blaðsíða 3
47 heim, félaus, uppivöðslumikill og óstýrilát- ur. Margt hafði hann séð og heyrt, margt lært., en líka mörgu gleymt. Það voru erfiðir dagar fyrir móðurina; hún talaði við hann, en hann daufheyrðist við öllum fortölum hennar og svaraði ekki öðru en ónotum eða öðru enn verra. Og svo einn dag, þegar hún hafði alvariega leitt honum fyrir sjónir þá lífsstefnu, er hann hafði tek- ið, þá yfirgaf hann hana að nýju, og sór þess dýran eið, að hann ætlaði aldrei fram- ar að vitja foreldra húsa. Nú var móðirin enn á ný ein eftir í húskofanum litla, og liðu þannig mörg ár. Dag og nótt hugsaði hún um haiin með angist og kvíða; hugsanir hennar snerust allar um hann, því að hann var hið eina, sem hún átti hér á jörðu. Hárið tók nú að grána og hrukkur fóru að sjást í and- liti hennar. Það voru þau merki, sem svefnlausar nætur, sorg og söknuður, grát- ur og bænir eftir skildu. — — — — Allan þennan tima var Hinrik i siglingum. Margar og erfiðar voru sjóferðirnar, sem hann fór; en alla þá pen- inga, sem hann innvann sér, notaði hann þegar hann kom á land til að drekkja með þeim heimþránni og endurminningunum. Hann hitti marga sjómenn af ýmsum þjóð- um; en hann gætti þess vandlega að ráða sig aldrei á neitt skip, þar sem Norðmenn voru fyrir. Eitt sinn réðst hann á skip í Lundún- um. Hét skipið „Wilkie Coliins," og hafði það mist tvo menn og þurfti því að fá tvo nýja í staðinn. „Eru nokkrir Norðmenn á skipinu?“ spurði hann skipstjórann. »Nei.“ „Jæja, þá er eg til.“ Svo var gerður samningur um kaupið og Hinrik ráðinn á skipið. Daginn eftir, þegar hann kom út á skip- ið, kom honum það mjög á óvart, er einn skipverja bauð hann velkominn á norsku, og meira að segja kannaðist hann strax við, að maður þessi talaði mállýzku þá, sem töluð er vestanfjalls í Noregi. „Nei, ert þú kominn þarna, Hinrik? Yertu velkominn!" Það var miðaldra, skeggjaður háseti, sem ávarpaði hann þannig í sarna bili sem hann sté á skipsfjöl. „Skipstjóiinn sagði, að enginn Norðmað- ur væri á skipinu." „Nei, það vur heldur ekki. En nú erum við tveir. Eg var ráðinn á eftir þér.“ „Einmitt það.“ Stýrimaðurinn kallaði á Hinrik, svo að samræðan varð ekki lengri. Hvað átti hann að gera? Það gat ekki komið til mála að strjúka. Hann varð að una við svo búið. Hann reyndi að forðast landa sinn um daginn, eftir því sem honum var mögu- legt. En þegar kvölda tók, kom Norðmað- urinn aftur til hans. „Hvernig líður henni mömmu þinni, Hinrik ? “ „Eg veit ekki, hvaða rétt þú hefir til að spyrja um það; mér er ókunnugt um, hver þú ert,“ svaraði Hinrik þurlega. „Fyrst þú hefir gleymt henni, þá er það ekki svo undarlegt, að þú hafir gleymt Oscar Alsing, skólabróður þínum.“ „Það getur vel verið; það er svo langt síðan.“ „Já, svo er það.“ í*að varð litið úr samtalinu, svo að

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.