Æskan

Árgangur

Æskan - 17.03.1902, Blaðsíða 8

Æskan - 17.03.1902, Blaðsíða 8
52 hann alt í einu að lesa af mesta kappi. Á sama hátt hafði vinnufólkið oít hætt að masa saman, og farið að keppast við það, sem það átti að gera, jafnskjótt og það heyrði fótatak húsmóður sinnar; en León mundi þó sérstaklega eftir einu atriði í sambandi við þessa skó. Það var einu sinni um sumar í allra benta veðri. Drengurinn sat i herbergi sínu og var enn þá latari, ©n hann átti vanda til. Faðir hans var að heiman við störf sín, en amma hans var að sjá um stór- jjvottinn urn sumarið. Var búið að breiða út mjög mikið af ióreftsfötum, sem átti að þurka í sólskininu, og sem síðar átti að brjóta vandiega saman og geyma í íata- skápunum; og þar sem enginn gætti að •drengnum, var hann iðjulaus og glápti út um giuggann, í stað þess að læra lexíur sinar, síðari hluta dagsins. Stóri hundur- inn í garðinum setti lappirnar upp í glugg- ann og nuddaði sér með höfuðið upp að drengnum, eu drengurinn var að klappa honum, og tók hann ekkert eftir, hvað tímanum leið, fyr en hann átti að fara aftur í skólann. Sá hann nú hvíiik vand- ræði hann mundi komast í, ef hann kynni ekki neitt. En alt í einu datt honum í hug, að hann hefði séð bók innan um bækur föður síns, þar sem Ciceros ræð- urnar, sem hann átti að læra á iatínu, voru prentaðar með latinu á annari biað- síðunni en á fiönsku á hinni. Næði hann þessari bók, þurfti hann ekki að hafa neina örðugleika við að þýða það sem hann átti að skila. Hann var ekki lengi að hugsa sig um þetta, en gekk í skyndi inn í stofu föður síns, opnaði bókaskáp hans •og var svo heppinn, að finna bókina þegar. Fór hann með hana inn í herbergi sitt og var nú hróðugur yfir því, að geta þýtt latínuna með jafn hægu móti; en alt í einu voru honum gefin tvö högg utan und- ir, svo hann hrökk á fætur og sneri sér við. — Drengurinn hafði verið svo önnum kaf- inn, að hann tók ekki eftir þvi, að amma hans kom inn, og hafði hann ekki heyrt fótatak hennar á mjúkri gólfábreiðunni; og þarna stóð hún nú fyrir frarnan hann með annan skóinn í henditmi, sem hún hafði barið hann með, en sorgar svipur og reiði var í útiiti hennar. León horfði rtiður í góifið af sríeypu; hann þurfti engar frekari skýringar, því samvizka hans hafði sagt honum það skírt og skilmerkilega. „Svona hefirðu það. Þú lest þýðinguna í bókum, og lætur svo sem þú hafir starf- að að henni sjálfur. Þú lýgur að öðrum með verkum þínum, jafnvel þótt þú hafir ekki logið með tungu þinni enn; en það líður ekki á löngu áður þú byrjar á því; þú tekur að lesa lexíu þina upp úr bókinni, þegar þér verður hlýtt yfir, og segir, að þú hafir verið sjúkur, þegar þú hefir slæpst í stað þess að læra, og verði þér trúað, líður ekki á löngu áður þú ert orðinn út- lærður svikari. Eg semdi boð í skólann, að þú komir ekki, því eg vil aðþúgleym- ir þessu ekki of fljótt". [Framh.j &&&' Úrsagnir úr „Æskunni,“ skriflegar, bundnar yið árgangamót, (1 okt.), ógildar nema komnar séu til afgreiðslumanns fyrir 1. ágúst. SIGURÐUR JÓNSSON kennttri, Vesturgötu ‘21. annastút> sendingu liluðsins og ulla afgreiðslu, tekur K móti liorgun, og kTÍttar fyrir o. s. frv. Aldar-proutsiniðja. Fappírinn frá Jóni Ólafssyni.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.