Æskan

Árgangur

Æskan - 17.03.1902, Blaðsíða 7

Æskan - 17.03.1902, Blaðsíða 7
51 heim með sér og málaði eftir honum and- lit Júdasar. Bn daginn, sem myndinni var lokið, sagði hinn ókunni maður við málarann: „Munið þér ekki eftir, að þér hafið málað mig einu sinni áður?“ -— Og hver haldið þið svo, að maðurinn hafi ver- ið? Það var Piet.ro Bandinelli. Svo mjög getur Afengið og syndin um- breytt andliti og hjarta mannsins. (Dansk Kirketidende). Rauðu skórnir. [Framh.] Stúdentinn svaraði ekki. Ilann hélt á skónum í hendinni, starði á þá og sagði, að nokkru leyti við sjálfan sig: „Eg þyrði að sverja, að það eru þeir sömu“. Að svo mæltu dró hann hægri höndinni yfir augu sér til þess að átta sig, snéri sér þvi næst að ruslasalanum og sagði hon- um, að hann ætlaði að taka skóna og borga þá með nokkru af fötunum, er hann ætlaði að selja. Hálfri stundu síöar gekk ruslasalinn of- an stigann frá stúdentinum. Hann var reyndar ekki alis kostar ánægður, því stú- dentinn hafði þó ekki selt öldungis alla muni sína; en hann hafði ekki haft hug- mynd um verð á noinu; hafði hann selt hitt með mjög lágu veiði, en aftur á móti keypt skóna óhæfiiega dýrt. Fanst rusla- salanum því, að hann hefði nælt. allvei á viðskiftunum. „Eg hefði mátt sitja með skóna í tíu ár, ef honum hefði ekki litist svona vel á þá“, muldraði hann fyrir munni sér. „Það skyldi þó ekki vera, að hún amma hans hefði átt þá“. Stúdentinn var einmitt að velta því sama fyrir sér. Iíann studdi oinboganum á borðið með hönd undir kinn og starði á litlu rauðu skóna, sem hann hafði iátið ofan á afarstóra lögbók, er var á borðinu.. Skyidu það nú vera sömu skórnir og hún amma hans átti einu sinni, og hann mundi svo nákvæmiega vel eftir? fíann brosti, en bros hans var þó hálfbiandið sorg, því iðrunartiifinning vaknaði í huga hans, og svo leit út sem þessir litiu rauðu skór væru sendir honum fiá himnum til þess að stöðva hann á glötunarvegi þeim, er hann var kominn á. Ein stund leið eftir aðra. Stúdentinn átti að vera að hlust.a á fyrhiestur eins háskólakennarans, en hann hlustaði á aðra rödd, sem var alvarlegri og áhrifameiri; hánn fór að hugsa um líf sitt á æskuár- unurn, og gleymdi háskólakennaranum og fyririestrinum hans. León Lavenay misti móður sína með- an hann var á bernskuskeiði og var því tekinn til fósturs af ömmu sinni. Hún var ágætiskona, fjörmikil, en einbeit.t og fús á að leggja mikið í sölurnar fyrir aðra. Auk þess var hún orðin trúrækin með aldrinum. Hún fór aldrei að heiman nema þegar hún fór i kirkju og var ávalt í sams- konar búningi og hafði tiðkast á æskuár- um hennar; hún var jafnan á rauðum skóm, með háum hælum, og marraði mjög í þeim, þegar hún gekk um herbergin. Hafði drengurinn oft hangið iðjulaus yfir því, er honum var sett fyrir, eða verið að mála í bækurnar, en í hvert sinn, sem hann heyrði fótatak ömmu sinnar, fór

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.