Æskan - 17.03.1902, Blaðsíða 6
50
en Hinrik, Hinrik! Láttu mig ekki biðja
árangurslaust! *
„Mamma! Segðu mér, að þú hafir fyrir-
gefið mér alla þá sorg, er eg hefi bakað
þér, áður en þú deyr.“
„ Já, barnið mitt, það hefi eg gert fyrir
löngu. Og nú komstu líka, þegar eg bað
þig.“
Dauðinu nálgaðist óðum. Röddin varð
veik og óst.yrk. Alt í einu reis móðirin
upp í rúminu og lagði hendurnar á höfuð
syni sínum.
„Drottinn blessi þig og varðveiti þig,“
sagði hún hvað efti'r annað, tók síðan hönd-
inni fyrir brjóst sór, eins og til að stilla
hjartaslögin; vndis-ljómi og friður skein út
úr ásjónu hennar, er hún sagði:
„Eg kem. Kom, Jesús. Eg kem.“
Hún var dáin. Presturinn sat um stund
•og baðst fyrir, stóð síðan upp og gekk út.
Nóttin leið, og morgungeislarnir skinu
inn í litla herbergið. Þá stóð Hinrik upp,
veitti móður sinni nábjargir og þrýsti sið-
asta kossinum á varir hennar.
Upp frá þeirri stundu breytti Hinrik lifs-
stefnu sinni.
Tvær andlitsmyndir.
í borginni Milano á Ítalíu var fyrir mörg-
um árum máiari einn, að nafni Leonardo
Vinci. Hann málaði ýmsar myndii- af at-
burðum úr lífi frelsarans, og er myndin
af hinni heilögu kvöldmáltíð þeirra merk-
ust. Starfaði hann að málverki þessu í
mörg ár, og baðst iðulega fyrir, meðan á
því stóð. Tók hann ýmsa af kunningjum
sinum til fyrirmyndar, og máiaði andlits-
myndir postulanna eftir þeim. En enn þá
vantaði tvö a.ndlitin á myndina. Annað
þeirra var andlit fi-elsarans sjálfs. Það
átti að vera fegursta andlitamyndin, og
hafði máiarinn eigi séð neinn mann, er
honum fanst hæfur til að vera til fyrir-
myndar fyrir því. Loks var honum þó
sagt af manni, er Pietro Bandinehi hót, og
var frægur fyrir það, hve fagra söngrödd
hann hafði. Leonardo sá hann, og fann
brát.t, að hér var fyrirmyndin, sem hann
hafði svo lengi leitað að: ástúð, sakleysi
og rá'Wendni skein út úr hverjum drætti
í andliti hans. Leonardo spurðist fyrir um
dagfar hans, og hrósuðu honum allir. Eft-
ir þessari fyrirmynd var nú andlit frelsar-
ans gert.
Þegar það var fullgert., fór Pietro burt úr
borginni og til Rómaborgar til að læra
söng. En þar lenti hann í illum félags-
skap, og „segðu mér hverja þú umgengst,
svo skal eg segja þór, hver þú ert“; það
fór fyrir honum á sama hátt og glataða
syninum. Hann eyddi tímanum í drykkju-
slarki og spilum, féll dýpra og dýpra og
endaði sem glæpamaður. En um alt
þetta var Leonardo ókunnugt.
Myndin af hinni heilögu kvöldmáltíð var
nú nærri fullger, vantaði að eins eina and-
litsmyndina. Það var myndin aí Júdasi,
glötunarsyninum. Málarinn hafði ekki sóð
neitt andlit svo Ijótt, að hann gæti tekið
það til fyrirmyndar.
Einn dag, er hann var á gangi um göt-
ur borgarinnar, mætti hann mannræfli,
tötrum klæddum, óhreinum, svipdimmum og
niðurlútum. Málarinn Jeit á hann: þarna
var Júdasar-andlitið! Hann fékk manninn