Æskan - 29.05.1902, Side 6
66
ekki, því það kom í ljós, að þeir gátu ekki
aliir komist fyrir í körfunni. Var hrúgað
í hana öllum, er rúmast gátu, en þó urðu
þrír að vera eftir unz, karfan kæmi niður
í annað sinn. Yerkstjórinn bauðst þá til
að verða eftir, en annar hinna var sá, sem
hafði verið verstur við Jimrny Railstone.
Yar hann afarhræddur, og kvartaði sáran
yflr, að yrði hann eftir, mundi hann bíða
hana af. Jimmy stóð í körfunni, og var
húið að gefa merki um, að draga hana
upp. Eiturloftið braust fram á ný, og var
því lítil von um, að þeir þrír er eftir urðu,
yrðu með lífi, þegar karfan kæmi ofan
aftur. í sama bili hljóp Jimmy út úr körf-
unni. „Bíðið örlítið!' kallaði hann upp,
gekk að hinum óttaslegna manni og ýtti
á hann upp í körfuna. Var tíminn svo
naumur, að hann gat að eins sagt við
hann: „Segðu henni mömmu, að eg gerði
þetta guðs vegna“.
Jimmy var örendur, þegar karfan kom
ofan aftur.
(„Nordiak Bömeblad11).
------<^<x>------
Fágæt fóstra.
Yeturinn 1709 var einhver hinn harðasti
vetur, sem komið hefir í Miðevrópu. Fjöldi
manns dó af kulda, ekki að eins úti á víða-
vangi, heldur einnig á strætunum í borg-
unum, inni í húsunum og jafvel í rúmun-
um. Hversu mikið sem kynt var í ofnin-
um, hitaði hann þó ekki herbergið þolan-
lega. Þótt hann væri glóandi, botnfraus
vatnið í þvottaskáiinni, sem stóð 6 álnir
frá honum. Tré og kiettar klofnuðu, af
þvi vatn, sem hafði safnast í sprungurnar,
fraus. Smáfuglar, krákur og hrafnar duttu
dauðir niður, og stórhópar af akurhænum
fundust dauðar í snjónum. Hirtir og rá-
dýr ráfuðu hálfdauð um á vegunum og
jeituðu jafnvel hælis í húsum manna, og
þegar voraði, fanst fjöidi af þeim dauður
úti í skógunum. Stöðuvötn og tjarnir
bornfrusu, og þegar ísinn þiðnaði, komu
stórar hrannir af dauðum fiskum upp á
yfirborð vatnsins, og lagði megna ódaun af
þeim um vorið, er þeir tóku að rotna.
Kornið, sem sáð hafði verið um haustið,
vínviðurinn og ávaxtatrón eyðilögðust, og
jarðarávextir og önnur matvæli skemdust
af frosti, jafnvel þar sem hlýjast var.
Þennan vetur bar svo við, að drengur
einn frá Savoien var að hröklast um
göturnar í bænum Luneville í Lothringen
á Frakklandi. Hann átti engan að; foreldr-
ar hans voru dánir, og bróðir hans, sem
hingað til hafði verið einkatraust hans og
athvarf, hafbi tekið að sér að flytja póst-
sendingar til og frá bænum Nancy til að
vinna sér inn með því nokkra franka; en
eins og altítt var um ferðamenn það ár,
hafði hann orðið úti, og var hann fluttur
dauður heim aftur. Hversu vel sem ferða-
mennirnir voru útbúnir og sveipaðir káp-
um og ábreiðum, gátu þeir þó ekki varið
sig gegn kuldanum. Stundum bar það við,
þegar póstvagn kom að áfangastað, og eng-
inn kom út úr honum, því bæði ökurnað-
urinn og þeir, sem höfðu keypt sór far með
honum, voru dauðir úr kulda.
Yeslings munaðariausi drengurinn hafði
dálítið að gera á daginn, að bursta skó
og fleira, og margir þeirra, sem sáu hann
á götunni, grátandi og skjálfandi af kulda,
gáfu honum smápeninga. En á næturnar