Æskan

Árgangur

Æskan - 30.07.1902, Blaðsíða 2

Æskan - 30.07.1902, Blaðsíða 2
78 ÆSKAN. þau æ að verða fullkomnari. Stærstu segl- skip eru nú með 6—7 siglum. íbúar á Indlaiidseyjum hafa segl fléttuð úr pálma- blöðum. Forfeður okkar, sem mikið bár- ust á, höfðu sumir stöfuð segl (röndótt) og þótti það bera vott um hið mesta skraut. Stafnarnir voru og oft útskornir, með dreka- höfði að framan, en spoiði að aftan. Árið 1807 var fyrsta gufuskipið sett á ílot í Ameríku. Hét sá maður Robert Ful- ton, er fyrstur gerði það. Nú er næstum helmingur allra haffærra skipa gufuskip. Sumir bátar eru lcnúðir áfram með raf- magni. Fram eftir öllum öldum voru skip miklu háreistari á sjónum eftir stærð, en þau eru nú, yfirbyggingin miklu meiri. Yoru þau því miklu verri i sjó að ieggja. Árarnar voru notaðar á haffærum skipum samhliða seglnnum fram eftir öllum öldum. Pá þótti undur, ef skip komu hingað tvis- var frá Noregi sama sumarið. Nú má fara milli Englands og Ameríkuá 5-—6 sólarhring- um. --------------- „Yitlausa Berta.“ Það kölluðum við hana. Eg man svo glögt eftir því, hvað okkur krökkunum þótti gaman að kalla á eftir henni: „Yitlatisa Berta! Vitlausa Berta! Komdu'og taktu okkur!“ Og eg man líka, hvernig gamla konan, sem var há vexti, mögur og hvít fyrir hærum, veifaði stafn- um á eftir okkur og reiddi hann hátt til höggs, og það með þvíliku augnaráði, að okkur þótti ráðlegast að láta hana ekki ná i okkur. Aldrei varð þó af því, að hún lumbraði á neinum. Við vorum fljótir á fæti og héldum okkur alt, af kippkorn frá henni; og þó það kæmi fyrir, að einhver af þeim minstu kæmist ekki nógu fljótt. undan, og Berta gamla næði í hann, þá barði hún hann þó ekki. Hún tók bara í hann, þar sem hann lá örvita og hljóðandi af hræðslu, og reisti hann upp — lamdi svo stafnum í jörðina og tautaði fyrir munni sér: „ Óhi-æsis brermivínið! “ Að þessu hlóum við, þótti það ákaflega skrítið, að hún skyldi kenna brennivininu um prakkaraskapinn í okkur, og versrn.ð- um æ því meira. Nú, hættuleg var hún ekki eftir þessu. En þó þorði aldrei neinn okkar að láta hana ná í sig; okkur þótti það óvailegra, og svo var augnaráðið svo óviðfeldið. Samt gátum við aldrei látið hana í friði, og oft vorum við mjög slærnir við „vitlausu Bertu." Það konr fyrir, að við tókum upp steina og gerðurn okkur líklega til að kasta þeim í hana, og hún var vist líka sjálf oft hiædd urn, að við mundum gera það; en venju- Jega hættum við við að fleygja steininum, eða þá við fleygðum honum í alt aðra átt. Verulega vondir vorum við í rauninni ekki; en þegar eg nú hugsa um það alt, sem við höfðum í franrmi við lrana, og hvað við vorum harðbrjósta, þá st.irigur það mig í hjartað, og eg óska þess, að ýmsar af æskusyndum mínum hefðu ódrýgðar verið. En það var Fsagan af henni „vitlausu Bertu,“ sem eg ætlaði að segja ykkur. Eg hafði aldrei heyrt hana, fyr en einn dag, þegar faðir minn kom að mér, þar sem eg ásamt nokkrum öðrum var að stríða Bertu gömlu, og það öllu rneira, en vandi var til.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.