Æskan

Árgangur

Æskan - 30.07.1902, Blaðsíða 3

Æskan - 30.07.1902, Blaðsíða 3
ÆSKAN. 79 Faðir minn kom aftan að mér, tók í lurginn á mér og hristi mig duglega. Síðan tók hann mig, að .öllum hinum ásjáanda, iagði mig á kné sór og gaf mór nokkur ó- svikin högg á bakhluta líkamans með stafn- um sínum. Krakkahópurinn stóð kyr og horfði á flenginguna, og þegar eg hijóp heim, grátandi og sneyptur, heyrði eg föð- ur minn segja: „Þetta ættuð þið fá, hv'er einn og einasti af ykkur, sem ekki getið látið aumingjann í friði! Snautið þið nú heim og skammist þið ykkar!" Þegar eg sneri mér við í hliðinu, sá eg •drengina labba hvern heim til sín, en „vit- lausa Berta" lamdi stafnum í jörðina og tautaði: „Óhræsis brennivínið!“ Allan síðari hluta dagsins sat eg úti í horni og var að lesa, og hlakkaði eg ekki ■eins mikið til heimkomu föður míns í það ■skiftið og ella. Eg þekti hann og vissi, að þegar hann varð reiður fyrir alvöru, þá ■sat það lengi i honum, og eg fann fyrst nú til þess, að það var engin saklaus •skemtun, þessi áreitni við vitskertu, gömiu konuna. Loksins kom faðir minn heim. Eftir að við höfðum snætt kvöldverð, ■sagði hann: „Komdu hingað, drengur minn; svo skal eg segja þór dálítið um hana „vitlausu Bertu.“ Þú heflr got-t af því að heyra eitthvað alvarlegt; það sýnir fram- ferðið þitt. “ Eg settist beint á móti föður mínum, ■eftirvæntingarfullur eftir að fá að heyra, hvað það gæti verið, sem hann hefði um „,vitlausu Bertu“ að segja. „í’ú mátt ekki ímynda þér, að hún Berta gamla hafi alt af verið svona, eins og hún ■er nú. Fyrir 40 árum var hún fjörug og lagleg ung stúlka, og þá var það einn fagr- an vordag, að hún gekk til kirkju með lag- legum og myndarlegum ungum manni. Á eftir þeim komu ættingjar þeirra og vinir, allir í sparifötunum, og allir luku upp einum munni um það, að glaðari andlit hefðu þeir aldrei séð en þeirra. Bertu og Yilhjálms. Það átti að gifta þau þann dng, og líflð lá fram undan þeim eins og lang- ur og sólbjartur vordagur. Þú getúr reitt þig á það, að það var nokkuð annað að sjá hana Bertu þá en núna, þá með lang- ar, brúnar hárfléttur og brúðarkransinn á höfðinu, en nú með höfuðið beygt og hrukkótt af eiii og mótlæti, og hárið ekki annað en gráhvítir toppar, sem gægjast fram undan sjaldruslunni. Eg fæ ekki skilið, hvernig þessi sjón getur annað en hrært þig til innilegustu meðaumkunar, jafnvel þótt þú þekkir ekki æfisögu hennai og þær raunir, sem hún rataði i“. Eg horfði skömmustulegur í gaupnir mér, þvi eg fann að aiigu föður míns hvíldu þungt á mér. „Það vai' ekkert ríkisheimili, sem þau stofnuðu," hélt, hann áfrarn, „en alt var þar samt hreinlegt og þokkalegt, og fram- tíðinni þurftu þau ekki að kvíða. Yilhjálm- ur var einkabarn vel efnaðra bændahjóna, og átti hann nú að taka við jörðinni, on foreldrar hans voru hjá þeirn og höfðu nokkuð af húsinu til sinna umráða. Það heflr varia verið til nein hamingju- samari brúður en Berta var, og það líf, er hún nú átti í vændum, var hka hamingju- samt. Tengdaforeldrarnir voru í sjöunda himni af ánægju yflr tengdadótturinni; aldrei höfðu þau neitt út á hana að setja. Það var eins og gleðin og ánægjan fyigdi henni,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.