Æskan

Árgangur

Æskan - 30.07.1902, Blaðsíða 6

Æskan - 30.07.1902, Blaðsíða 6
82 ÆSKAN. Yilhjálmur var mjög örvæntingarfullur, en Berta huggaði hann og mælti: „Guði sé lof, að við eigum þó drenginn okkar eftir. Hugsaðu þér, ef við mistum hann.“ Það hýrnaði dálítið yfir honum, og þegar þau komu inn í stofuna, sagði hann við kon- una, sem kom á móti þeim: „Nú erum við fátæk. En komdu hingað með Ólaf litla; hann er nú aieiga okkar“. „Já, komdu með barnið," sagði Berta, og hné niður á stól. „Óiaf? Barnið?" hrópaði konan. „Hann er ekki hér.“ Vilhjálmur og Berta litu hvort á annað utan við sig af ótta og kvíða; en í sama bili spruttu þau bæði upp og hlupu út. „Afi! Ólafur! Ó, guð hjálpi okkur!“ Skamt frá dyrunum hrösuðu þau í myrkr- inu um eitthvað, sem lá rétt við veginn. Bað var afi gamli með drenginn. Hann hafði dottið og lent ineð höfuðið á steirii, og hafði legið meðvitundarlaus þarna úti í kuidanum. Berta tók barnið og flýtti sér inn með það, en hinir komu á eftir með gamla manninn. Þegar hún kom inn í birtuna með Ólaf, sá hún brátt, að öll von var úti; hann var kaldur og stirður. Vil- hjálmur kom mátulega að til að grípa hana, því hún hné meðvitundarlaus niður um ieið og hún hrópaði: „Hann er dauður! Við höfum mist Ólaf líka!“ Hún fékk heilabólgu og iá lengi. En þegar hún komst á fætur aftur, hafði hún mist vitið. Hún heitaðist við alt og alla, «n sagði þó aldrei annað en þetta, sem þér hefir fundist svo hlægilegt: „Ó, óhræsis brennivínið! “ í 10 ár var hún á geðveikra- stofnun, og á því tímabili dóu bæði maður hennar og tengdaforeldrar. En þar sem hún nú ekki gerir neinum neitt mein, heldur iætur sér nægja að heit- ast við þann óvin, sem hefir eyðilagt líf hennar, fær hún að ganga laus, og er nú hjá hjónum nokkrum, sem annast um hana. En, veslingurinn, hún er orðin athlægi ó- þægra barna — hún, sem lagði í sölurnar alla gæfu sína í lífinu fyrir hjartagæzku sína við börnin. Finst þér það réttlátt?" Eg hafði hlustað á með athygli. En er á loið söguna, grúfði eg mig niður og grét — grét sárt og lengi. Eg grét yfir óhamingju veslings Bertu, en mest þó yfir því, hve vondur eg hafði verið við hana. Faðir minn strauk hendinni um höfuð mér og mælti bliðlega: ,.Bara að þau kæmu frá hjartanu, tárin þin, drengur minn, og að það, sem eg hefi nú sagt þér, mætti verða þér lærdómur fyrir líflð. “ Og það varð það. „Vitlausa Berta“ fékk lausn frá lífinu skömmu síðar, og fór til ástvina sinna, þangað, sem ekkert ilt getur grandað. En eg get aldrei gleymt henni. Þegar eg heim- sæki æskustöðvar mínar, legg eg æfinlega nokkur blóm á loiðið hennar eins og dá- litla friðþægingarfórn fyrir syndir mínar gegn henni. Og þegar eg sé börn henda gaman að hrumum eða fáráðum, þá fæ eg ætíð sting í hjartað, því sagan um „ vitlausu Bertu “ rennur mér þá í hug og minnir mig á mínar eigin yfirsjónir. [Eftir „Magne.“] ------o^oo------- Tyrfingur. [Fornaklarsögur Norðurlanda I.]. Niðurlag. ----- Einn jólaaftan í Bólm þá strengdi Angan- týr heitjað bragarfulli, sem siðvenja var til,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.