Æskan

Árgangur

Æskan - 30.07.1902, Blaðsíða 7

Æskan - 30.07.1902, Blaðsíða 7
ÆSKAN. 83 að hann skyldi eiga dóttur Yngva konungs að Uppsölum, Ingibjörgu, þá mey, er feg- urst var og vitrust á danska tungu, eða falla að öðrum kosti, og eiga enga konu aðra; eigi er sagt af fleiri heitstrengingum þein-a. Sú náttúra fylgdi Tyrfingi, að hvert sinn, er hann var úr slíðrum dreginn, þá lýsti af sem af geisla, þó að myrkt væri, og hann skyldi slíðra með rörmu manns blóði; ekki lifði það og til annars dags, er blæddi af honum; hann er mjög frægur í öllum fornsögum. Það sumar fóru þeir bræður til Uppsala í Svíariki, og gengu inn í höllina, og segir (Angantýr lconungi) heit- st.renging sina, og það með, að hann vill fá dóttur hans; allir hlýddu er inni vóru. Angantýr bað konung segja, hvert þeirra erindi skyldi vera. í því sté fram yfir borðið Hjálmar hinn hugumstóri, og mælti til konungs: Minnist, herra, hversu mikla sæmd eg hefi þér unnið, síðan eg kom í yðar ríki, og í mörgum lífsháska fyrir yður verið; og fyrir mína þjónustu bið eg, að þér giftið mér dóttur yðar; þykist eg og maklegri mína bæn að Þyggja en berserk- ir þessir, er hverjum manni gera ilt. Kon- ungur hugsar fyrir sér, og þykir þetta mik- ill vandi, hversu þessu skal svara, svo að minst vandræði mætti af standa, og svar- ar um siðir: Það vil eg, að Ingibjörg kjósi sér sjáif mann, hvem hún viil hafa. Hún segir: Ef þér viljið mig manni gifta, þá vil eg þann eiga, er mér er áður kunn- ugur að góðum hlutum, en eigi þann, er eg hofi ekki af annað, en sögur einar og aiiar illai'. Angantýr mælti: Ekki vil eg hnippast orðum við þig, því að eg sé, að þú elskar Hjálmar; en þú, Hjálmar, kom suður á Sárnsey til hólmgöngu við mig, ella ver hvers manns níðingur, ef þú kem- ur eigi að miðju sumri að ári. Hjálmar kvað sig ekki dvelja að berjast. Fóru Arn- gríms synir heim til föður síns, og sögðu honum svo gert; hann kveðst ekki fyr hafa óttast urn þá en nú. Vóru þeir heima um veturinn; og um vorið bjugg- ust þeir heiman, og fara fyrst til Bjart- mars jarls, og tóku þeir þar veizlu. Og urn kvöldið beiddist Angantýr, að jarl gifti honurn dóttur sína; og þetta sem annað var gert eftir þeirra vilja, að brúðhiaup var gert; og síðan bjuggust Arngríms synir brott. Og þá nptt, áður þeir fara, dieymdi Angantýr di'aum, og sagði jariinum: Eg þótt.ist vera staddur í Sámsey og bræður mínir; þar fundum vér marga fugla, og drápum alla, er vér sáuni; og síðan þótti mér, sem vér- snerum annan veg á eyna, og flugu móti oss ernir tveir, og gekk eg móti öðrum, og áttum við hart viðskifti saman; og um síðir settumst við niður og vorum til einkis færir. En annar arinn átti við ellefu bræður mína og vann aJla þá. Jarl segir: í>ar var þér sýnt fall ríkr-a manna. Síðan fara þeir bræður brott, og komu til Sámseyjar og gengu upp á land að leita Hjáimars: og fara þeirra skifti svo, sem greinir í Örvar-Odds sögu, fyrst, að þeir komu í Munarvoga, og drápu þar alla menn af þeim tveim skipum, sem þeir Hjálmar og Oddur áttu; og síðan fundust þeii' uppi á eynni; drap Oddur ell- efu bi'æður Angantýs, en Hjálmar drap Angantý, og dó þar sjálfur siðan af sárum. Síðan iét. Oddur leggja þá í stóra hauga alla, með öllum sínurn vopnum, en flutti Hjálmar heim til Svíaríkis. Og þegar Ingi- björg konungsdóttir sá lík Hjálmars, þá

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.