Æskan

Árgangur

Æskan - 30.07.1902, Blaðsíða 4

Æskan - 30.07.1902, Blaðsíða 4
80 ÆSKAN. -w hvar sem liún fór, og það var af þvi að hjartað var gott. Sá, sem hefir gott hjarta, gerir aldrei annað en það, sem gott er. Að ári liðnu lá litill glókollur í vögg- unni, og amma gamla sat og vaggaði og prjónaði, og aldrei varð hún þreytt af að horfa á glókollinn; og svo kom a.fi gamli og læddist á sokkaleistunum til að lita á sonarson sinn, en Berta var við verk sín frammi í eldhúsinu og söng þá öll falleg- ustu kvæðin, sem hún kunni. Já, á því heimili átti hamingjan heima; en á því urðu snögg umskifti. Þegar Ólafur litli var orðinn hér um bil missiris gamall, íeitur og efnilegur, þá bar svo við eitt kvöld um veturinn i versta veðri, að tveir flakkarar komu og báðu um að lofa sér að vera um nóttina. Vil- hjálmur og Berta voru að vísu hrædd við þess konar fólk, því þau vissu, að það er ekki æfinlega gott að eiga mikið við það. En þegar annar flakkarinn skýrði frá því, að konan hans og 3 ungbörn, er hann æt.ti, sætu úti í vagninum og vonuðust eftir að fá húsaskjól, þá opnaðist bæði hjarta og hús, svo að hjónin tóku með gleði á móti gestunum. Berta grót af meðaumkun með börnunum. Yngsta barnið var bundið á herðar móður sinni og hin tvö héidu stöð- ugt í kjólinn hennar. Öii voru þau óhrein og grátandi af kulda og þreytu. Berta setti fyiir þau borð og gaf þeim öllum mat og þvoði þeim. Um konuna og bömin var búið frammi í eldhúsinu, en karlmennirnir áttu að liggja úti í hlöðunni, og fengu þeir skinnfeldi til að hlúa að sér með, svo að þeim yrði ekki kalt. Ekki vantaði þakkirnar og fagurgalann hjá gestunum, þegar Vilhjálmur fylgdi þeim út i hlöðuna. Bað hann þá nú að vera varkára og fara ekki með neinn eld eða ]jós, svo að ekki kviknaði í heyinu. Nei, nei, það var nú svo sem ekki hætt við því. Þegar Vilhjálmur kom inn aftui', fóru heimamenn að hátta, og innan stundar voru aliir komnir i fasta svefn, því þeir, sem hafa gott hjarta og góða samvizku, sofa vært og ugga ekki að sér. Ólafur ]ilti lá í faðmi móður sinnar, og það síð- asta, sem hún talaði, áður en hún sofnaði, var blessun yfir barni sínu. Litlu eftir miðnætti vöknuðu þau Berta og Vilhjálmur við það, að barið var að dyrum hjá þeim og kallað til þeirra. Pað var afi gamli, sem stóð þar og fókk loks stamað þvi út úr sór, að ljós væri í hlöð- unni. Hann hefði ekki getað sofið, og hefði litið út um gluggann; þá hefði hann sóð ljósið í hlöðunni. Vilhjálmur smeygði sér í föt og flýtti sér út. Þegar hann kom út, heyrði hann hróp og háreysti, eins og menn væru i slagsmáli. Hann hljóp áfram, og er hann kom að hlöðunni, sá hann sjón, er gerði hann óttasieginn. Mennirnir veltust um á gólfinu, bitust og börðust, og formæltu hvor öðrum. Hjá þeim ]águ tvær tómar brennivinsflöskur. En ljósið, sem varpaði birtu yfir a]t þetta, kom frá dálitlum kertis- stubb, er stungið hafði verið niður í rifu á gólfinu. Vilhjálmur reyndi fyrst að stilla til friðar, en þeir gáfu engan gaum að því. Ætlaði hann þá að taka kertisstubbinn, svo að þeir feldu hann ekki niður í heyið, en þá stóð annar þeirra upp, viti sínu fjær af reiði og ölæði, hratt honum af afli til hliðar og setti um leið fótinn í kertið, svo að það

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.