Æskan - 30.08.1902, Blaðsíða 7
ÆSKAN.
91
snökta, en Frank hélt áfram með örðug-
leikum.
„Timide, sé það þú, þá hlustaðu á
það, sem eg ætla að segja þér. Þeir hafa
ekki náð fánanum mínum.
.. . Það .... það sem eftir er af hon-
um, er inni á brjósti mér .... taktu það,
eg gef þér það . . . . eg hefi komið þvi und-
an. Taktu það fljótt, svo enginn sjái, hvað
það er. “
Timide hnepti frá honum einkennis-
húningnum. Á brjósti hans lá einhver
drusla, klúttuska boruð sundur af kúlum
og löðrandi í blóði. Það var alt og sumt;
i-n honum í andlátinu fanst þessi snepill
þó tákna föðuriandið, sem hann elskaði svo
heitt.
Loks hafði hann fengið vilja sinn.
Trúi hormaðurinn hafði séð, að systir hans
fól þennan dýrmæta grip undir kápu sinni.
Hann reyndi að þrýsta hinni ísköldu hönd
hennar að vörum sér. Og hann gat aðeins
látið hann skilja þessi orð: „Guð blessi
þig, Timide systir mín!“ og svo gaf hann
upp andann.
Lað hafði verið barist af grimd í
tvo, þrjá daga. Nokkrar frakkneskar her-
sveitir héldu enn vigveliinum.
Drengur nokkur sextán vetra gamall
barði burnbu sina með slíku fjöri, að hann
hreif alla með sér, íjöigaði þá huglitlu, og
safnaði þeim saman, er sundur dreifðir voru.
Loks var búið að reka óvinina af liöndum
sér, að minsta kosti um nokkrar stundir.
Yoru hermennirnir örmagna af þrey tu, k veiktu
varðelda sína, hvíldu sig og fóru að
borða þann litla skamt, er þeim hafði
verið úthlutaður.
Litli bumbuslaginn hvildi sig lika.
Hann lét aftur augun og fór að hugsa
heim. Hvernig leið þeim, mömmu hans-
og systur hans? Honum íanst hann sjá.
blíða andlitið hennar Timide, og hún brosa
móti sér.. .. en alt i einu virtist honum
hann heyra eitthvert kvein.
Hann stóð upp, þó þreyttur væri og
hiustaði. Hann heyrði ekkert; honum hafði
misheyrst. Lagði hann sig þá fyrir og'
sofnaði fast að vörmu spori.
Ekki langt frá honum var svartklædd
persóna að staulast áfram. Ilafði hún
gengið langa leið og var dauðþreytt.
En hún vildi komast alla leið. Gat
hún ekki þolað leingur hungiið, kuldann.
og eymdina. Ef til vill var hún líka særð.. ..
hún fann öðru hvoru brennandi sviða í,
bvjóstinu, svo hún gat naumast dregið
andann. Og þó varð hún að komast lengra;.
hún varð að koma hinum helga dýrgrip,.
sem henni hafði verið trúað fyrir, til þeirra,.
sem áttu hann með réttu.
Hún vildi ná takmarkinu, því hafði hún
heitið sjálfri sér. Nú vantaði ekki nema
herzlumuninn,........þessir varðeldar, það-
eru herbúðir hins frakkneska hers.
„Hjálp!“ Hefir nokkurhoyrt það? Nei! . . ..
örfá skref enn.......„Hjálp!“
Nú hofir einhver heyrt það. En sú mildi!.
Þar kemur einhver.
Menn skunda þangað, þeir taka hana
upp, þeirborahana, þeir leggjahana niður . ..
hverju liggur hún á? Hún veit það ekki,
en henni líður svo vel. Hún er að hvila.
litlu, þreyttu limina, og er svo glöð. Rétt.
hjá henni liggur Yilhelm og er sofandi;.
hristir einn hermaðurinn hann og segii:
„Flyttu þig, drongur minn, svo óberstir.n