Æskan - 30.08.1902, Blaðsíða 5
ÆSKAN.
89
eigin líkama móti fallbyssukúlunum, sem
enn þá þutu út úr skotvirkjum óvinanna.
Gekk hann fram moð her Frakka, þangað
sem móðir barnsins stóð, án þess að skeyta
um byssustingi óvinanna, er stefndu á hann.
„Skjótið ekki, félagar! skjótið ekki!“
kallaði gamall frakkneskur hermaður upp,
veðurbarinn í andliti og svartur í framan
af púðri og reyk. „Því þó hann væri tutt-
ugu sinnum enskari en haun er, þá er
hann samt eins góður og engill af himn-
um sendur“.
í sama bili heyrðust óp enska hersins,
sem tók upp úr fallbyssudununum; voru
það fagnaðaróp til ungu hetjunnar, sem
kominn var yfir hættulega millibilið á víg-
vellinum, alheill og með barnið óskaddað í
fangi sér. Og naumast var þetta fagnað-
aróp á enda, þegar Frakkaher svaraði með
svo miklu fagnaðarópi, að slétturnar dundu
undir. Var þá Charles lávarður kominn
þangað sem móðirin var, frá sér af örvænt-
ingu, lagði hann barnið hoilt á húfi í fang
hennar, grúfði sig niður að því og kysti
það á báðar kinnarnar.
Hann var að snúa aftur til hersveitar
sinnar, en tíguiegur gamall frakkneskur
hershöfðingi, gráskeggjaður, og með brjóst-
ið alt þakið af orðum og heiðursmerkjum
gekk þá í veg fyrir hann og rétti honum
höndina;
„Herra minn!“ mælti hann og hneigði
sig um leið mjög hæversklega. „Má eg
hafa þá ánægju og þann heiður, að taka í
hendina á þeim hugaðasta manni, sem eg
hefi séð“.
Bardaginn hélt áfram og Frakkar hörf-
uðu undan. Tæpri stundu síðar lá Ohar'-
les lávarður særður á vígvellinum. Ein af
fyrstu kúlunum, sem óvinirnir höfðu sent„
hitti hann og fleygði honum til jarðar.
Sárið var hættulegt og hann leið miklar
þjáningar, en iifði þó lengi á eftir og vai ð'
einn auðugasti maður á Englandi, og viit-
ur og eiskaður framar flestum öðrum. En
kæmist í tal, hvernig hann bjargaði barn-
inu, sagði hann jafnan, að það hefði verið
sæluríkasti dagurinn á aliri æfi sinni.
Föðurlandsást.
_______ (Framh.)
Kona Hopfers hafði ekki svarað hermann-
inum einu orði; hún stóð grafkyr og starði
fram undan sér iíkt og hún heyrði hvorki
né sæi neitt. Drengurinn hennar, hann Frank,
var særðui-, og ef til vill dáinn, og þó var
sagt við hana: „Farðu aldrei þangað, það
er árangurslaust“. Var hún þá ekki móðir
hans? Hún vildi sjá hann, hún vildi fara
þegar af stað, á sama augabragði.
En aumingja konan hafði gleymt því,
hve magnþrota hún var. Hún riðaði og
hefði dottið, hefði Timide ekki komið og
stutt hana í rúmið.
Þetta var voðaleg nótt. Móðirin lá
með ólgusóttaróráði, unz hún sofnaði ör-
magna undir dögun. Timide vakti. Hún var
brennandi heit áhöíðinu, starði út í myrkr-
ið, og var stöðugt að hafa yfir síðustu
kveðju Franks, som hermaðurinn hafði flutt
þeim mæðgunum.
Hver gat þessi dýrmæti gripur verið,.
sem bróðir hennar geymdi á sér? Það voru
engar líkur til, að þær fengi nokkru sinni
að líta það, því móðir hennar var ekki fær
um að komast til bæjarins. Frank hlaut
því að deyja án þess að geta afhent nokkr-