Æskan

Árgangur

Æskan - 21.02.1903, Síða 3

Æskan - 21.02.1903, Síða 3
Æ SKAN. 39 mikið; en þrátt fyrir það sá Metta ekki sólina fyrir honum. í öllu baslinu ogbar- áttunni fyrir lífinu hafði hann gert alt, sem í hans valdi stóð til að koma henni til manns. Ekkert var of gott, fyrir hana. fessa ætlaði hún jafnan að minnast, þegar hún nú eftir ferminguna kæmist út í heim- inn, langt burt frá kotinu í mýrinni. Því, þótt undarlegt kunni að virðast, lifði stöðugt inni fyrir í hjartanu vonarneisti, þrátt. fyrir veikindin, von um að yfirvinna sjúkdóminn og verða hraust og glöð. Hét hún því að gefa þá foreldrum sínum alt, sem hún gæti við sig losað, er hún kæmi ,í kynnisföi til þeirra. [Niðurl. næst-] Benjamin Franklin. • Benjamín Franklín fæddist árið 1706 í borginni Boston í Ameríku. Upphaflega ■var það áformið, að hann skyldi „læra.“ En faðir hans átti mörg börn og var fá- -tækur, og varð hann þyi að koma Benja- mín til eldri sonar síns, sem var prentari, •og átti hann að kenna honum prentaraiðn. jHann varð því að hætta að hugsa um að verða stúdent. En hann lærði sarnt. Hann jhafði brennandi löngun til að lesa og læra, ■ög notaði hann því hverja st.und, sem hann var ekki við starf sitt, og oft næturnar líka Æil þess; og með því að nota tímann og hæfilegleikana svo vel, tókst honum að afla iSér mjög mikillar þekkingar. Nú fór hann einnig að skrifa ritgerðir ium ýmislegt og kom þeim í blað, sem bróð- ir hans gaf út. Þegar hann varð eldri, jkom hann sér sjálfur upp prentsmiðju í jFiladelfíu og gaf þar út fjölda rita, sem seldust brátt, því að mönnum geðjaðist svo vel að þeim. Hann varð fljótt nafnfrægur maður. All- ir vissu, hvílíkum hæfilegleikum hann var gæddur, hvað hann var starfsamur, vel að sér og vel látinn. Ýmsir menn, sem líka höfðu löngun tii að læra og komast áfram, komu til hans, og stofnaði hann með þeim mentafélag. Síðar fann hann upp eldingavarann og varð frægur vísindamaður. Hann gat sér líka mikinn orðstír að öðru leyti. í ófriðnum milli Ameríku og Eng- lands kvað mikið að honum, og var hann sendur til Frakklands til þess að fá Frakka til að hjálpa Ameríkumönnum gegn Eng- lendingum. Pegar hann kom til Frakklands, var hon- um fagnað engu síður en þótt hann hefði verið konungur; sögðu Frakkar, að hann hefði „svift himininn eldingunum og harð- stjórana veldissprotanum." Hann var mjög vel máli farinn, og tókst honum þess vegna að fá Frakka til að hjálpa Ameríkumönnum, svo að Englendingar neyddust til að láta undan og semja frið. „Bandaríkin" sem kölluð eru, losuðust undan yfirráðum Eng- lendinga og urðu sjálfstætt ríki. Ófriður þessi, sem endaði 1783, er kallaður „frelsis- stríð Norðurameríku-manna." Þannig hafði þessi maður, sem í fyrstu var ekki annað en fátækur og lítils metinn prentari, stuðlað manna mest að því á elli- árunurn, að ættjörð hans yrði frjálst og sjálfstætt ríki, og auk þess getið sér mikla frægð á annan hátt og orðið einn af nyt- sömustu mönnum, sem uppi hafa verið. Það er því eðlilegt, að Ameríkumenn væru hreyknir yfir honum og söknuðu hans mjög, er hann dó.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.