Æskan - 30.04.1903, Qupperneq 1
ÆSK AN.
VI
XSlg&arrétt hefir
Stór-Stúkn íslBtiilii (I. O. G. T.)
30. Aprll 1903
Ititstjöri:
iijfilmifcr Sigurðsson.
14.—15.
Harpa.
(Vorvísur.)
‘R —
jM^ÍÐUR Harpa í tún,
loðar röðull á brún,
rósum stráir um löndin og æginn;
vakna sveinar við það,
glaðir hlaupa á hlað,
Hörpu vilja þeir leiða í bæinn.
íað er mjög fögur mær,
ung og yfirlitsskær
ofur góðleg og hýrleit á vanga;
hárið mikið og frítt,
iokkar Ijósgulir sítt
1 liðum niður um herðarnar hanga.
Vörum eldheitum á
líka leika sér smá
Ijúfu brosin, með jungfrúar blíðu;
stilt en fjörug hún er,
pilt hvern hænir að sér,
hún þá töfrar með viðmóti þýðu.
hætta öldur við kletta að drynja;
hætta ýlunum strá,
huggast eikurnar þá,
hætta vindunum fyrir að stynja.
Kaldri niður í jörð
meðan hríð geysar hörð
hvílist sofandi frækornið unga;
Hörpu heyrir það klið,
og þá vaknar það við,
vetrar kastar brott feldinum þunga.
Sprettur fiskur i sjá,
lítið leik bregður á
lambið, grænkuðum fjaila í geirum;
hoppar kálfur án bands,
stígur fetfljótan dans
folald lífað á rennsléttum eyrum.
Skemta skepnurnar sér,
eftir eðli því, er
veitti alfaðir sérhverri hljóta;
höfum huga þó fest:
gaf oss guð drottinn bezt
gleði sumarsins mönnunum njóta.
Vetrarkuflum í grá,
huldir hrími og snjá,
standa hnúkarnir öldruðu fjalla;
Haipa andar þá á, —
ungir eru þeir þá,
og af sköllunum hærurnar falla.
Pegar strengi hún slær
haf og hauður við hlær,
Meður þakklátum hug,
meður hönd hvattri dug
tökum hressir mót sumrinu bræður!
þá mun annast vort ráð,
blessa lýði og láð
faðir ljóssins, sem kjörum manns ræbur.
Jón P. Tlioroddsen.