Æskan

Volume

Æskan - 19.06.1903, Page 7

Æskan - 19.06.1903, Page 7
ÆSKAN. 75 og íærði sig nær. Eina mínútu eba svo hugsaði hann sig um; en svo kom svipur íyrir hornið. Tom heyrði þytinn og skauzt hljóðlega irm í vagninn, hnipraði sig saman inst inni á bekknum og hlustaði með áköf- um hjartslætti á þytinn í storminum, um leið og hann fór fram hjá. Inni í vagnin- um var alt kyrt og hljótt, og flauelið, sem hann lá nú á, fanst honum óneitanlega miklu hlýrra og mýkra en steinarnir, sem hann hafði setið á fyrir skemstu. Hann var dauðþreyttur og að fram kominn af kulda og fór því sem eðiilegt var, að áður en drykklöng stund var iiðin, lá lrann í fasta svefni. Hann vaknaði ekki, þegar húsdyrnar loks- ins opnuðust. Út um þær kom kona, og vafði hún kápunni fastar að sér, er hún kom út á tröppurnar. Hann sá heldur ekki, hvernig alt í einu lifnaði yfir myndastytt- unni og að hún flýtti sór niður úr hásæti sínu og stóð framúrskarandi hátíðleg á svip við vagndyrnar, þangað til konan var komin inn í vagninn. Svo skelti öku- maðurinn hurðinni í lás, flýtti sér upp f sæti sitt og ók af stað. Þá opnaði dreng- urinn loksins augun, og það sem hann fyrst sá, var andlit ókunnugu konunnar. Hún hafbi verið sokkin niður í eitthvað, sem hún var að hugsa um, og hafði því ekki veitt honum eftirtekt, þar sem hann lá í hnipri eins og böggull inst inni í horninu. En nú, er hann hreyfði sig dálítíð, varð hún hans vör, og er hún sá hann, rak hún upp óp af ótta og undrun og gerði sig lík- lega til að opna vagninn; en vagnskröltið og þyturinn í storminum gerðu ökumanm inum ómögulegt að heyra neyðaróp henn- ar. Tom rétti nú úr sér og skreið niður af bekknum. ,Eg ætlaði ekki að gera neitt ílt,“ sagði1 hann kjökrandi. „Mér var svo óttalega kalt. Ó, ljúkið þér upp fyrir mér, því eg ætla að hoppa út. Þór þurfið ekki að láta vagninn nema staðar.“ Konan hélt enn um hurðarhúninn, eins og hún ætlaði að opna vagninn. „Hvernig stendur á, að þú ert hér inni?“ spurði hún. „Dyrnar voru opnar, og eg skreið inn,“ svaraði hann. „Það var svo óttalega kalt úti.“ Nú slepti hún hurðarhúninum. „Komdu nær! Lof mér að sjá framan í þig!“ mælti hún. Tom hélt treyjuerminni fyrir andlitinu og horfði á hana yfir handlegginn. Vagn- inn var nú kominn inn í Ijómandi fallega götu og var þar bjart sem um hádag.. Hún sá því að hárið lians guia, þó ógreitt væri, var mjúkt og smágert, og að augun, sem horfðu á hana óttaslegin, voru engin vasaþjófs-augu. Alt í einu lagÖi hún lrönd sína á höfuð honurn. „Hvar áttu heima?" spurði hún. Það var eitthvað í málróm hennar og látbragði, sem jók honum kjark. „Hjá henni mömmu Sal,“ svaraði hann og rétti úr sér, „bæði eg og nokkrir félagar mínir. Stundum betlum við, stundum tök- urn við úr tunnunum. Þegar okkur gengur vel, er lrún ekki svo slæm; en annars fá- um við að kenna á því. Hún var full í kvöld og rak okkur út.“ Konan strauk hárið frá enni hans. „Er hún mamma Sal móðir þín?“ „Nei,“ svaraði drengurinn óttasleginn og

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.