Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1904, Qupperneq 7

Æskan - 01.06.1904, Qupperneq 7
78 sér niður í lágina, og úr því skygðu fyrir grenitrén dimmleitu, svo að hún sá ekki framar til foreldrahúsanna eða hitt lands- plássið. En nú gekk yflr hana. Hún var komin í yndislegasta blómgarð. Þar ijómuðu túlí- panar, rósir og liljur með fegurstu litum; biá og gullrauð fiðrildi rugguðu sér á blómstr- unum. Fjöllitir fugiar sátu þar í skinandi vírbúrum, sem héngu á limgörðum og grind- um, og sungu þeir unaðsfagurt. Bjarteyg börn með fagurgult lokkahár, á stuttum, hvítum kjólum, hoppuðu þar til og frá; sum voru að leika sér við smálömb, sum voru að gefa fuglunum, eða tína blóm og gefa hvert öðru, sum voru að eta kirsiber, vín- ber og rauðlitar apríkósur, Ekki sást þar neinn kofi, heldur stóð þar miðsvæðis liús eitt mikið og fagurt með eirhurð, pvýtt með drifverki og stóð af því mikill ljómi. María varð agndofa af undrun og vissi ekki upp né niður, en með því að hún var engin hugleysingi, þá gekk hún óðara að barninu, sem næst var, rétti því hendina og bauð því góðan daginn. „Þarna ertu þá loksins komin að sækja okkur heim“. sagði barnið yndisfagra, „eg hef svo oft séð þig hlaupa og hoppa þarna, fyrir hand- an, en þú hefir verið hrædd við hundinn okkar litla.“ „Svo þið eruð þá ekki Sígaun- ar og fantar," mælti María eins og hann Andres er alt af að segja. En hann er bjáni og fleiprar svo margt.“ — „Yertu nú hjá okkur,“ mælti sú litla, kynjabarnið fríða, „þú munt fljótt kunna við þig hérna. “ — „Já, en við Andres erum aðreynaokk- úr á hlaupum hvort fljótara er.“ — „Þú munt verða nógu fljótt komin til hans aftur; „hana, taktu við og ettu.“ — María tók við og át og þótti svo sætir ávextirnir, sem aldrei hefði hún bragðað jafnsæta, og nú var alt í gleymsku horfið, Andres, kapp- hlaupið og varnaðarorð foreldranna. í þessu kom til þeirra kona mikil vexti í ijómandi klæðum og spurði, hvaðan þetta ókunna barn væri. „Eagra frú!“ mælti María einarðlega, „eg hef einhvernveginn álpast hingað, og nú vilja börnin að eg sé hér kyr. — „Þú veizt það, Serína!“ mælti konan, „að það má hún ekki, nema stuttan tíma. Þú hefðir líka átt fyrst að spyrja mig ieyfis." — „Eg hélt,“ svar- aði sú litla, „að það væri óhætt, úr því hún var komin yfir brúna, enda höfum við oft séð hana hlaupa á mörkinni og þór hefir sjálfri verið yndi að því, hvað hún er glöð og kát; það er ekki hætt við að hún verði ekki að íara frá okkur nógu snemma." „Nei, eg vil vera hér kyr,“ segir María, „því hér er svo fallegt, — bestu barnagull og þar að auki jarðarber og kirsiber; það er ekki eins inndæit þarna fyrir utan.“ Gullklædda konan gekk burt brosandi og mörg af stúlkubörnunum hoppuðu nú hlæjandi kringum Maríu, smástriddu henni og komu henni til að dansa; sum þeirra færðu henni lömbin sín eða fáránleg barna- gull, sum lóku á hljóðfæri eða sungu und- ir. En elskust var María að þeirri leik- systurinni, sem fyrst hafði gefið sig að henni, því hún var vingjarnlegust og yndis- legust þeirra alira. Maria litla sagði hvað eftir annað: „Eg ætla að vera hjá ykkur altaf og þið skuluð vera systur mínar.“ Og þá hlóu öli börnin og föðmuðu hanai

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.