Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1904, Blaðsíða 7

Æskan - 24.12.1904, Blaðsíða 7
JÓLABLAÍ) ÆSKUNNAÍÍ. En í einu horninu stóð lítill stöpull og of- an á honum stóð stór og falleg gibs-roynd, sem föður hennar þótti svo vænt um, Nú gáei hún ekki að því einu sinni í leiknum, að boltinn þaut rétt fram bjá myndinni og Lubbi á harða spretti á eftir, og var svo mikill asi á honum, að hann feldi stöpul- inn um koll og nú lá gibs-myndin á gólf- inu í smámolum. Anna varð fjarska hrædd, ogstóðeins og steini lostin yf- ir brotunum. Hvernig skyldinú þetta fara ? Hvað ætti húnaðsegja? Henni datt í hug, að skella alhi skuldinniáLubba, en hún hafði ald- rei skrökvað, og hún fölnaði upp, er hún hugsaði til þess. Og svo kom Lubbi og hallaði höfðinu á sér upp að brjósti hennar, og horfði með svo blíðu augnaráði upp á hana, að grátuvinn kom upp í kverkar henni. — Og svo stað- róði hún með sér, að taka alla skuldina upp W sig eina. En nú fanst henni að hún ekkert hlakka til jólanna lengur, í þessu kom Beta vinnukona inn, og er hi'm fékk alt að vita, reyndi hún til að hugga Önnu litlu. „Segðu bara, að ólukku hundurinn hafi gert það", sagði hún, „því hann íær ekkert bágt fyrir það!" Lubbi hallaði höfðinu á Anna litla átti í miklu stríði við sjálfa sig. Henni fanst það vera talsvert til í þessu, sem Beta sagði, en að skrökva upp á vin sinn, það fanst henni lika svo hræði- legt. Hvað átti hún þá að gera? Hún settist niður á gólflð og grét. Þá mundi hún alt í einu eftir, að hún hafði verið á barnaguðsþjónustu sunnudaginn áður og heyrt talað um Jóhannes skírara, hvernig hann hafði verið settur í myrkvastofu og hálshöggvinn vegna þess að hann sagði satt, og að ræðumað- urinn hafði sagt, aðallirsannirJesú vinirættuaðsegja sannleikann, hvað sem það kostaði, og það gerðu all- ar hetjur! Enann- ars gætu menn ekki verið vinir barnsins sem sér upp að brjósti liennar. fæddist ájólanótt- inni, því að það væri sannleikurinn og lífið. — Anna hugsaði um þetta og alt í einu stökk hún upp og hJjóp inn til pabba síns. Hún kastaði sér í fangið á honum og sagði: „Það var mór að kenna en ekki honum Lubba!" „Hvað þá, barn?" spurði faðir hennar, Og nú sagði hún pabba sínum alt um gibs- myndina og Jóhannes skírara, og um freist- inguna,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.