Æskan - 01.03.1907, Page 1
ÆSKAN
BARNABLAÐ MEÐ MYNDTJM
X. árg.
Eignarrétt hefir:
St.-Stúha íslands [1 O.G.T.l
Rvík. Marz. 1 907.
Ritstjóri:
séra Friðrik Friðriksson.
13.-14. tbl.
Ælska sveitadrengsins.
Fíkjur og fleiri gæði
Og fá sér liníf í vasa.
III. Hugleiðing'.
A morgun verð eg ellefu ára,
Allvel eg les og kann að pára,
Að vísu er skriítin mín ljót og ei læsileg,
Pað líður og bíður, pá verður liún glæsileg,
Þá skrifa eg bréf lil hans Bjarna á Iióli
Við borðið bans pabba, og sit þá á stóli.
Eg halla undir ílatt, eins og flnst mér til heyra,
Og fel síðan stöngina á bak við eyra.
IV. Tilhlökkun.
Á morgun er ráð að risa
Úr rekkju mjúkri snemma,
Úr liaga verða hestar
í blaðið reknir án tafar.
Uppi mun iit og fótur
Á fólki, því margur ætlar
Að leggja af slað í langferð,
Á leið í kaupstað ríða.
Aldrei eg hefl á æíi
Áður í kaupstað farið,
Gaman verður á Grána,
Um götur sléttar að þeysa,
Koma í búð og kaupa
klút með myndum og rósum,
Upptíning á eg sjálfur,
Allvel þveginn og hvítan,
t’rjú pund og þrettán lóðin,
Rað sagði hún mamma að væri.
Ilundurinn Beii hlakkar,
Hann á í för að vera;
En kisa mín kúrir lieima,
Ivcnni’ eg í brjósti’ uin hana.
í dag eru leikir leiðir,
Langar inig ei að vitja
Tóftarbrots i túni,
Tel eg þar kaupstað varla.
Læt eg nú leggi og völur
Liggja, þvi annað méira
Ilefl eg nú að liugsa,
Hnakkinn cr bezt að skoða.
V. Kaiiþstaðíirferðin.
Gott er veður, sumar sunna
Sveitir fegrar Isalands.
Röskur drengur ríður Grána,
Rýkur mold af skciði hans.
Sjaldan þarf á svipu að lialda,
Svo er mikið klársins fjör,
Iíátur Beli hlaupin herðir,
Hann cr glaður með í för.