Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1907, Page 3

Æskan - 01.03.1907, Page 3
ÆSKAN. 51 hún var þá heldur ekki á vegi þeirra á meðan — veslings fátæki fuglinn! Fuglinn þjáðist á staur sínum — en hver kærði sig um það? Barnfóstran sór og sárt við lagði, að meðferðin á barninu væri hrein- asta forsmán, og hún var betri við hana, en hún nokkru sinni áður á æfinni hafði verið; en hver veit líka nema þessi vinahót hafi stafað tráöll- um þeim peningum, er eg í kyrþey stakk i lófa hennar? Og alt rann frá þessari einu guineu — eðlilega. Ein manneskja var þó til, sem þótti innilega vænt um Teresu Rav. Það var sama lady Thornslone, sem óbeinlínis hafði hirgt mig að skotsilfri frá því eg kom til Rutland Hall. Eg hafði gert mér far um að vinna hylli hinnar gömlu hefðarmeyjar; hún var vitur, gömul kona, og mér féll hún vel í geð. Einu sinni kom hún til Rutland Hall á fangelsisdögum Teresu Ray, til þess að bjóða Rutlands fólki og þeirra gestum, ungum og gömlum, til aðsel- ursstaðar sins, sem tá nokkrar rastir þaðan frá. Það vildi svo til, að eg var einn i daglegustofunni, er hún kom, og greip eg sem fljótast tækifærið, að segja henni frá sögunni um hækjurn- ar hennar Teresu. »Ólætis strákhnokkinn, sá arna«, sagði hún. »Hún skal fá nýjar hækj- ur hjá mér, áður en heimboð mitt verðurcc. »Já, það verður lnin endilega að fá«, sagði eg og tók hlýlega í sama streng- inn. Hin aldraða hefðarmey hallaði höfði sínu aftur á bak, og leit snögt til min gegn um gleraugun. »Fyrirgefið forvitni mína, ungi vin«, sagði hún, en hvernig stendur annars á því, að yður er svo ant um Teresu Ray?« Eg hrosti. »Teresa og eg, erum mestu mátarcc, sagði eg. »Teresa og þér«, át hún el'tir. »En vitið þér nú, að Miss Ray, er 18 ára gömul ?« »Er það salt? Eg tek aldrei eftir hvað litlar telpur eru gamlarcc. »En Teresa er ekki smátelpa, Mr. Guy Rutland. Eg fullvissa yður um, að Teresa Ray, er l'ullkomin hefðar- mey«. Teresa Ray, hefðarmey! Eggatekki varist hlátri. Mín litla vina og vel- gjörðarkona! Eg held næstum að lady Thornstonehafi hálffirtst.yfir hlátrimín- um, en til allrar hamingju, þá kom einhver inn í herbergið í sama bili.— Frá þeim degi brosti.eg oft, er mér datt í hug, er lady Thomstone sagði: »Therese Ray, er hefðarmey«, hefðar- mey! en sá bjánaskapur! Einn morgun þegar ekki var nema ein vika til heimboðsins, kom nokkuð skringilegt fyrir. Alt fólkið í húsinu hafði all 1 einu svo fjarska mikið að tala um í lesherberginu. Það hafði eitthvað séestakt konúð frá London,

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.