Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1907, Side 6

Æskan - 01.03.1907, Side 6
54 Æ S IC A N. fullu hækjur, undir hendi mér, ogsvo var Teresa tilbúin. Teresa var tilbúin! Þessi þrjú lítil- fjörlegu orð, hafa samt svo mikiðinni að halda, að hér hlýt eg dálítið að staldra við efnið, og leitasl við að gera skiljanlegt það, er þau fela í sér. Þau lýsa ekki einungis því, að Teresa barnið, sem eg var vanur að kalla mina litlu velgerðakonu, hafði fengið nýjan kjól, og var skreytt eins og' önn- ur börn, sem ætla í veizlu; það liggur líka í þeim, að þegar eg kom aftur, þá stóð ung, lÖgur stúlka við kamín- una, i fallegum rósrauðum kjól. Og þegar hún snöri höfðinu, þá sá eg að hið yndisfagra andlit lndið af gullfögrum lokkum var hið sama, en hin gamla Teresa Ray var horfin, og með skjót- um umsvifum breytt í hina fegurstu, unga konu, sem maður getur fest sjónir á. Við vörum öll þrjú sem steini lost- in yfir þessum fljótu umskiftum, sem hér höfðu átt sér stað. Teresa sjálf var líka alt of hispurlaus, til þess ekki að verða vör við breytinguna: húnvar innilega snortin af henni, sem lýsti sér með gleði og ótta. Barnlóstran hafði vanist að fara með hana sem barn, svo nú stóð hún þarna orðlaus af undrun. Hvað mér viðvíkur, þá var eg fyrst hræddur við það, sem eg hafði áorkað í þessu efni, síðari utan við mig af gleði, og' seinast feiminn, eins og Teresa sjálf. Þegar eg prúðbúinn kom með hækj- urnar, glápli fóstran á mig, eins og hefði eg verið kóngsson í álögum, sem segir í »þúsund og' einni nótt«, Það var undarleg tilfinning sem lýsti sér hjá mér, er eg sá Teresu prófa þær, ekki hoppandi upp og niður sem fyr, því nú leið hún áfram eftir gólfinu, og loðdúkssvæflarnír huldust undir livítu og ávölu öxlum hennar, sem umkringdust af knipplingum, netludúk og smágerðu líni. Eg veit sjálfur ekki, hvers vegna eg i því augnabliki fór með ánægju að lnigsa um gullmynt- ina í litlu öskjunni, sem lá í hinum gatslitna, ónýta kápugarmi, sem eg af skömmum mínum hafði horið, meðan eg dvaldi á Rutland Halll Fjaði-avagn heið okkar við dyrnar. Teresa og eg fórum fljótt yfir íoldina snævi þakta og komum til lady Thorn- stone. Eg ætla mér ekki að leitast við, að lýsa þessu minnisstæða kveldi, eða í fáum orðum, því uppþoti, sem varð, er við komum, hvorki undrun minna elskuðu ættingja eða gremju þeirra, eða gleði og ánægju lady Thornstone; í sama bili og hún var kát yfir því, að sjá uppáhald sitt, greip lnin samt tæki- færið þegar lil þess að hvísla að mér »fyrirgefið dirfsku míria, en hvaða endir verður á þessu öllii saman?« Eeiksviðið var nýtt og skemtilegt fyrir Teresu, en samt naut hún sín ekki fyrir hinu bitra' augnatilliti, sem Mrs. Rutland gaut lil hennar. Við urðum bæði þess vör að ofviðri bjó i loftinu; þess var heldur ekki langt að bíða. Ekki einn einasti af Rutlands ættinnj virti okkur viðljts, Þegar

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.