Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1908, Blaðsíða 4

Æskan - 01.02.1908, Blaðsíða 4
12 ÆSKA.N svo síðast sungið: »Lof og þakkir hæstu hljómi« o. s. frv. Skildust svo allir kl. nálægt tíu um kveldið, og að því er eg held, vel ánægð- ir og fór hver heim til sín. »Svava« hefir tvær verndarstúkur, st. Hlín nr. 33 og Bifröst nr. 43; leggja þær hvor um sig einn gæzlumann til stúkunnar og einn varagæzlumann. Til þessarar skemtunar lagði st. Hlín góðan skerf, því tveir meðlimir hennar br. Árni Jóhannsson og Teodór sonur hans stýrðu söngnum og hljóðfæraslættinum, sem ekki gerði hvað minst til að gera kveldið ánægjulegt, og eru þeir þó ekki meðlimír »Svövu« né við hana riðnir að öðru leyti. Takmark unglingastúknanna er háleitt o g göfugt, því ains og þið vitið er aðal- skilyrðið fyrir fögru og friðsælu æfiskeiði að vera laus við alla illa siði, t. d. drykkjuskap, tóbaksnautn, ljótan munn- söfnuð og óhollar skemtanir, og takmark unglingareglunnar er að innræta börn- unum viðbjóð við öllu þessu og að hjálpa foreldrunum til að uppala landi voru göfuga syni og dætur; en eins og eðlilegt er, þá gengur starfið misjafnlega, á því svæði og vel sé því hverjum þeim sem leggur hönd á plóginn og fyllir hópinn að einhverju leyti. Kæru, ungu vinir mínir, sem lesið þetta og ef til vill eruð ekki í neinni unglinga- stúku — viljið þið ekki leggja hönd á plóginn og koma í hópinn og reynast trúir. Fáið leyfi foreldra ykkar eða vandamanna til þess og komið svo. En svo megið þið ekki líta til baka, þið hafið'þá, með aðstoð guðs, sagt ósiðum og freistingum stríð á hendur með skuld- bindingunni og því verðið þið að reyn- ast trú, svo þið getið orðið góð og nyt- söm börn landsins okkar, sem okkur þykir svo vænt um og viljum að líði svo vel. Takmarkið er að verða: Sönn, kær- leiksrík og saklaus. Er það ekki fagurt? Eg veit þið segið: »Jú«. Guð gefi ykkur öllum gæíu og þrótt til að ná því, hvar og hver sem þið eruð. Þess óskar vinur ykkar. / janúar 1908. Sj. J. Fidz-ildin. »Hvaðan koma fiðrildin þau arna?« spurði Nonni pabba sinn. Þeir voru á gangi upp í brekkum, seint á sumar- kvöldi, í sólskini og blíðasta veðri. »Það er eins og þau þjóti upp alt í einu, þegar veðrið er gott, einkum á kveldin og ílögra þá hvert í kapp við annað og sitja svo að segja á hverju strái. Þau koma líklega út úr blómunum, því ég sá eitt skjótast út úr flugnabúrinu hérna á melnum. Pabbi hans var alt af vanur að leysa úr spurningum hans, eins og hægt var. »Ekki koma fiðrildin úr

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.