Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1912, Síða 7

Æskan - 01.11.1912, Síða 7
Æ S K A N. 87 Nokkrum dögum seinna fengum ■við að fara með pabba, í fyrsta sinni á æíinni, ofan að sjó. Þegar við komum ofan í fjöruna, fórum við ofan í flæðarmálið, til að gæla að hvað sjórinn væri djúpur. En okkur brá iila í brún, þegar við sáum að sjórinn var ekkert dýpri en bæjarlækurinn heima lijá okkur, og jafnvel ekki eins djúpur, — því við héldum, að hann væri hvergi dýpri en við landið, þar sem við stóðum. Svona vorum við nú hygnir þá. Við litum brosandi hvor framan í annan, — okkur datt báðum það sama i hug. nMamma hefir sagt okkur að sjórinn væri svona djúpur, til þess að við skyJdum ekki fara að vaða hann«, sagði Nonni. »Já, það er bara svoleiðis«, sagði ég. »Hún heflr verið hrædd um að við færum að vaða sjóinn«, sögðum við háðir. Svoleiðis hlaut það að vera. [»Sakleysið«|. Ag. G. Bláberjatínsla í Noregi, —o— Norðmenn fara mjög í berjamó á haustin, einkum börn og kvenfólk, og hafa miklar tekjur af berjatínslu sinni, eða þetta 2—3 krónur á dag. Venjulega er i hópnum þrent eða fernt, og þegar langt er í berjamó, liggur það í tjaldi. Annan hvern dag er svo fengurinn íluttur á næsta torg til sölu. Sumir nota litil blikk-verkfæri við tinsluna, og má tína 30—40 potta af berjum með því á dag. En með tómum höndunum geta stúlkur tínt 20—25 potta á dag. Berjatíminn er þetta 5—6 vikur, svo að unglingur getur unnið sér inn um 100 kr. á haustinu á þennan liátt. Mikið llytja Norðmenn út af hláberjum og er það einkum til Englands. (Visir). Ávarp T a f t s B a n d a r i k j a-f orseta til ameriskra sunnudagaskólabarna. —o— Forsetinn hefir látið i ljós álit sitt á bindindismálinu mcð því að láta lesa upp í þrjátíu þúsund sunnudagaskól- um eftirfylgjandi ávarp: »Kæru ungu vinir mínir! Nautn áfengra drykkja er að miklu leyti or- sök þeirrar fátæktar, eymdar og glæpa, sem eiga sér stað i heiminum. Sá, sem ekki neytir áfengis, stendur vel að vigi með að verjast hættulegum freistingum. Hverjum manni er frjálst að velja, hvora stefnuna hann tekur. En sá, sem er svo sjálfstæður, að hann forðast freistingar áfengra drykkja, velur vissari og tryggari leiðina«. Býrmætasta blómið. Tvær smástúlkur gengu eftir vegi, sem lá upp á dálitla hæð. Fær hétu Anna og Elísa- bet. A milli sín báru þær körfu, stóra og þunga, fulla af ávöxtum. Anna nöldraði og andvarpaði undir byrðinni, en Elísabet hló og gerði að gamni sínu. »Hvernig geturðu verið að hlæja?« spurði Anna angurvær á svipinn. »Karfan er stór og þung og naumast berandi, og þú erl ekkert sterkari en ég«.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.