Æskan - 01.09.1914, Qupperneq 3
Æ S K A N.
67
Þau borðuðu af beztu lyst, því
þau voru nú alt af svo hraust og
kát. Þegar þau voru búin að fá
nægju sína af kvöldmatnum, þá
tjóðruðu þau Jarp og Nönnu við
tré og gengu siðan inn í hellinn.
Þeir bræður fóru snemma að sofa,
þvi að þeir voru orðnir dauðlúnir.
Lilla-mamma var þá búin að sofa
góða stund og Snati hjá henni. Jó-
hanna var ein á fótum og breiddi
vel ofan á systur sína. Síðan laut
hún niður og kysti Björn bróður
sinn, þar sem hann svaf; hann var
foringinn fyrir þessu vinaliði.
Það var sannarlega þung ábyrgð,
sem á honum hvildi; en þrátt fyrir
það, gat hann nú sofið vært, þegar
hann var lagstur út af, svo að hann
varð einskis var.
Jóhönnu var eitthvað órótt innan-
brjósts. Líf þeirra systkina hafði
verið svo breytilegt þessa vikuna,
og þegar nú siðasti dagur hennar
var að kvöldi kominn, þá gat hún
ekki annað en hugsað til þess, sem
hún hafði slept og hvernig nú mundi
1‘ara fyrir þeim, þegar þau voru lögð
af stað í föðurleitina.
Tunglið skein glatt á heiðum hirnn-
inum og stjörnurnar tindruðu hér
og þar og litu svo blíðlega niður til
jarðarinnar. Ljúfur sunnanblær lék
bljóðlega 1 trjánum og lækjarniðuv-
inn lét svo vndislega í eyrum. En
all i einu þaut Snati upp; hann
hlaut að hafa heyrt eitthvað; hann
gelti eins og hann væri að vara við
einhverju og kom lil Jóhönnu; hárið
reis á honum og hann hvesti eyrun
alt öðruvísi en hann var vanur.
»Hvað er þetta, Snati?« spurði
Jóhanna og klappaði á kollinn á
honum. En hvernig sem hún horfði,
þá gat hún ekki séð nokkurn skap-
aðan hlut á ferð; hún fór þvi að
halda, að Snata hefði missýnst og
að hann væri að þessu að ástæðu-
lausu. En alt í einu kom hún auga
á ríðandi mann á götunni, sem lá
rétt fram hjá hellinum.
Jóhanna hraðaði sér þangað, sem
þeir bræður lágu og sváfu, og ýtti
við Birni og sagði:
»Þú verður að vakna, Björn. Það
er ríðandi maður á leiðinni hingað«.
Björn spratt á fætur undir eins
og gekk út úr hellinum; hann gaf
sér engan tíma til að heyra systur
sína segja nokkuð meira.
»Maðurinn ætlar nú kannske að
riða hérna fram hjá, og ef svo er,
þá er ekki vert að dvelja för hans«,
mælti Björn, þegar hann kom auga
á manninn. »En kannske það sé
stigamaður. Já, þá skulum við þegja
eins og steinar, svo að hann verði
ekki var við okkur. Þegiðu, Snati,
segi ég! Nei, nú fer maðurinn út
af götunni og kemur ekki hingað.
Sé það stigamaður, sem ætlar að gera
okkur ilt, þá skulum við vera við-
búnir. En ef það er vinur okkur,
þá skal hann vera hjartanlega vel-
kominn«.
Björn hafði bjfssuna sína tilbúna.
En ókunni maðurinn, sem ekki átti
nokkurra manna von á þessum slóð-
um, steig af baki og gekk upp að
hellinum. Þá hrópaði Björn þrum-
andi röddu: »Hingað og ekki lengra!«
Ókunni maðurinn nam staðar,
þvi að þetta þrumandi hróp kom
flalt upp á hann; en af því að hon-
um fanst hann þekkja röddina, þá
svaraði hann jafnharðan:
wÞað er hann Kristján gamli! —
Ég ætla ekki að gera ykkur neitt ilt«.
Björn stökk þá á móti honum og
lók fast og hlýlega í höndina á hon-
um; sama gerði Jóhanna; og þegar
Karl vaknaði og kom út til að sjá,
hvað um væri að vera, þá þarf nú
ekki að spyrja að þvi, að hann varð