Æskan - 01.10.1914, Blaðsíða 3
Æ S K A N.
75
Kristján gamli gerði nú uppdrátt-
inn, en þau lýslu honum með ljós-
kerinu sínu. Uppdrátturinn var svo
góður og kom þeim systkinum svo
vel, að þau höl'ðu aftur og aftur á-
slæðu til að þakka honum fyrirhann
seinna á ferðalaginu.
Þegar þessu var lokið, þá var orðið
all-framorðið. Kristján gamli bauð
þeim þvi góða nótt og óskaði þeim
góðrar ferðar og bað þau að heilsa
föður sínum; það liðu nú væntan-
lega ekki margir dagar til þess, er
þau fyndu kofann, þar sem hann
átti heima.
Systkinin þökkuðu Kristjáni alla
góðvildina, sem hann hefði sýnt þeim,
og allar blessunaróskir hans. Síðan
gengu þau inn í hellinn og lögðusl
þar til svefns, en Kristján fram við
dyrnar.
Kristján gamli hafði nú fimm um
sextugt. Hann hafði víða farið um
dagana og fengist við llest. Á yngri
árum sínum fór hann veslur um haf,
og þar hafði hann svo alið allan
aldur sinn og haft svo að segja alt
að atvinnu. En þrátt fyrir alt, —
þreytuna, stritið og baslið alt, — var
hann enn þá ern og ljörugur, svo
enginn hefði getað trúað þvi, að
hann væri kominn á þann aldur,
sem ekki hefði vitað það áður. —
Hann vafði nú um sig þykku og
stóru sjali og lagðist niður og sofn-
aði föstum og værum svefni. Eng-
inn getur fengið að njóta þess svefns,
sem ekki hefir erfiðað sig þreyllan
þann dag og hefir góða samvizku.
Þegar Björn opnaði augun morg-
uninn eftir og fór að skygnast um
eftir vini sinum, þá var hann og
hestur hans allur á burtu fyrir
tveim klukkustundum.
»Hvers vegna getum við nú ekki
farið af stað undir eins?« spurði
Iíarl, þegar þau voru búin að snæða
morgunverðinn. »Ég er alveg at-
þreyttur, og því fyr sem við förum,
því fyr komumst við til pabba«.
»Okkur er þörf á að halda kyrru
fyrir l'ram yfir hádegi«, mælti Jó-
hanna, »því að ef við hvilum okk-
ur líka framan af deginum, þá geng-
ur alt svo mildu greiðara.
Það sást nú brátt, að Jóhanna
hafði rétt að mæla. Þau lögðu af
stað að aílíðandi hádegi, og þá var
all óþreytt og fult af fjöri, bæði þau
sjálf og skepnurnar, og þess vegna
miðaði þeim líka miklu betur áfram
þennan dag en nokkurn undanfar-
inna daga. Ilafi nolckrum þótt full-
hart farið yfir foldina, þá var það
Jarpur. En al' þvi að hugur þeirra
systkina var hjá föður þeirra sjúk-
um, þá fanst þeim ekki rétt að hlífa
Jarp í þelta skiftið, þó þau vildu
það gjarnan.
Ekki mættu þau nokkrum manni
allan þann dag til enda. Um kvöld-
ið hittu þau góðan náttstað. Var
þá tekið ofan af Jarp og fór hann
þá undir eins að bíta. Nanna og
kiðlingurinn hennar lögðust undir
tré, en Snati hljóp til lækjar, sem
var þar nærri, og svalaði sér i
honum.
Þegar þau voru nýsezt að, fór
Karl að reyna hamingjuna og veiða
silunga i læknum, og að hálfri
stundu liðinni var hann búinn að
veiða svo mikið, að það nægði í
margar máltíðir handa þeim.
Morguninn eftir voru þau snemma
á fótum. Sá dagur leið, og tveir
hinir næstu, svo að ekkert sérlegt
bar til tíðinda.
Nú var ferðin ekki orðin þeim til
yndis og ánægju, eins og hún hafði
verið áður, — þessi ferð, sem var
svo einstök í sinni röð. Það var
þó ekki að eins af því, að hún hefði
staðið svo lengi yfir, heldur af þvi