Æskan - 01.10.1914, Blaðsíða 8
80
Æ S K A N.
kindurnar japla þessari plöntu út úr sér,
en éta allar aðrar, sem með peiin voru?
Jú, það er af því að hún er cilruð og
náttúruvarnirnar eru þarna óspiltar. —
Náttúran tekur þá í taumana, alveg eins
og hún tók í þá, þegar maður neytti tó-
baksins l'yrst.
Pað getur verið að þið trúið þessu ekki,
en ég segi það af eigin reynslu, því að
ég hefi sjálfur notað tóbak.
Ungmenrti íslands! Forðisl tóbaksnautn-
ina, svo að ekki purfi að taka til peirra
ráða, að svifla gkkur frjálsrœðinu með
aðflntningsbanni. L. J.
l SBIÆI, I£ I. N
Frúitl (í bókabúð): „Ég ætla að biðja yður,
herra bóksali, að selja mér og senda heim
til mín bækur fyrir 500 krónur".
Bóksalinn: „Já, þakka yður fyrir. En hvaða
bækur eiga það að vera?"
Frtíin: „Það stendur mér alveg á sama.
Það er bara nauðsynlegt að þær séu grænar
á kjölinn, því að veggfóðrið í stofunni er rautt
og þeir litir fara alt af bezt saman".
♦ ♦ ♦
Kennarinn: „Nú er ég búinn að skýra
fyrir ykkur málsháttinn: Brent barn forðast
eldinn. Getur nokkurt ykkar fundið annan
málshátt líkan þessum?"
Fétur litli: „Já, mér datt einn í lnig:
Þvegið barn forðast vatnið".
♦ ♦ ♦
„Ó, hvað hér er fallegt", sagði lítil stúlka
úr Reykjavík, þegar hún kom út í Viðey.
„Hér er miklu fallegra en á íslandi".
♦ ♦ ♦
Hiísbóndinn: „Hvaða ósköp ert þú latur
og daufur í dag, drengur minn?"
Smalinn: „Það er nú engin furða. Mig
dreymdi í alla nótt að ég var að eltast við
ærnar upp um fjöll og firnindi, svo að ég er
ekki nærri því búinn að ná mér enn þá“.
♦ ♦ ♦
Kennar.inn\ „Getur þú sagt mér, Páll litli,
hvaða munur er á varfærni og hugleysi".
Palli'. „Þegar ég sjálfur er hræddur, þá er
ég varfærinn, en þegar aðrir eru hræddir, þá
eru þeir huglausir".
Stækknn frestað. Pó að mjög mikill
meiri hluti kaupendanna liafi verið því
meðmæltur, að Æskan fjölgaði blöðum,
þá heflr verið ákveðið að gera enga breyt-
ingu á lienni næsta ár, einkum vegna
þess, að breytingin heflr í för með sér
meiri kaup á pappír og myndum frá út-
löndum, en samgöngur nokkuð erfiðar og
tvísýnar á þessum ófriðartimum. Er betra
að fresta því máli um eitt ár eða svo,
en að pappír eða annað þrjóli.
Afgreiðslnstofa Æskunnar er nú á Lauga-
veg 19 og er opin alla virka daga.
Sknldngir knupendnr ættu að hraða sér
að boyga Æskuna, ef þeir vilja vera vissir
um að fá mynd Hallgríms Péturssonar.
Miltla trygð og velvild heíir húsfrú
Steinuim Ilelgadótlir á Þórustöðum sýnt
Æskunni mörg undanfarin ár og stutl
liana rækilega. Hún lieflr nú um 20 kaup-
endur að blaðinu.
Hallsteiui tilkynnist, að æflntýri hans,
»Við vatnið«, kemur í blaðinu næsta ár.
Þó ætti hann framvegis fremur að taka
sér viðfangsefni úr daglegá liflnu en hug-
myndalieimnum.
»Hrund« er hér með lálin vila, að vor-
visur hennar biöa næsta vors og koma
þá með breytingum. Hún verður að reyna
að vanda sig betur næst.
BH«BmlIlBBBBa»asBBBSBiai«
Ráöningar
á gátum í síðasta blaði:
1. Hesputré. — 2. Krás, Rist, Ásta, stag.
— 3. Göngustafur. — 4. Brú. — 5. Mynd.
— 6. Stjarna. — 7. Spegill. — 8. Sólin. —
9. Hófskegg. — 10. Kristinn, Runólfur,
Ingimar, Sigurjón, T01T1, Jóhannes, Ás-
lákur, Narti.
Felumynd í 8. blaði:
Þegar myndinni er snúið öfugt, breyt-
ist höluð liúsbóndans í liöi'uð vinnu-
mannsins.
Útgefondur:
Aðalbjörn Stcfánsson og Signrjón Jónsson.
♦ • •
ProntBmiðjan Gutonborg.