Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1914, Blaðsíða 6

Æskan - 01.10.1914, Blaðsíða 6
78 Æ S K A N. þeim að minsta kosti einu sinni í viku. Eftir því sem tímar liðu og gullvonirnir brugðust, varð honum æ þyngra í skapi. Og fyrst hann gat ekki sagt þeim neinar góðar fréttir af sér, þá fanst honum eins vel hlýða, að láta þeim óskrifað. Svona gekk það viku eftir viku. Alls einu sinni hafði hann skrifað þeim. En því var nú svo háttað vestra þá, að bréf gátu hæglega mis- farist og þau höfðu orðið forlög þessa eina bréfs, sem systkinin vonuðu svo lengi eftir um veturinn. Þennan sama dag var Hrólfur lilið eitt hressari en hann hafði lengi verið; höfuðverkurinn var miklu minni en hann hafði verið oft áður; en samt var hann sárlasinn enn. Hann lá nú þarna einn sins liðs og var að hugsa um horfna daga, hugsa um konuna sina góðu og trú- lyndu, sem liðið hafði alt annað en vel í heiminum, og urn börnin sín tjögur, ung og smá, sem hann skildi eftir i kofanum í Markarfjallshlíðinni. Hvernig skyldi ókomin æíi þeirra verða ? Þegar hann nú lá og var að hugsa um þetta, þá heyrir hann að drepið er á dyr. Það var engin nýlunda, þótt einhverjir litu inn til hans, en heimsækjendurnir, sem nú drápu á dyrnar, höfðu aldrei komið til hans fyr. Hann tók á því sem hann hafði til og settist upp í rúminu. Síðan var hurðinni lokið upp hægt og gætilega og Jóhanna gekk inn. »Pabbi, ert það ekki þú, pabbi?« sagði hún. Það var farið að rökkva, svo hún gat ekki greinilega séð þann, sem var í rúminu. »Þetta er málrómur Jóhönnu minnar«, mælti Hrólfur lágt og rétti fram hendurnar. »Eða er mig að dreyma, eða veldur því sótthiti, að ég er aftur farinn að heyra hitt og annað næsta nýstárlegt?« En dóttir hans vafði hann óðara örmum sínum og hann hallaði höfð- inu, gráu fyrir hærum, upp að brjósli hennar. Þá mælti hún hljóðlega: »Það er enginn draumur, pabbi minn. Sko, við erum öll saman komin, — Björn, Karl, ég og Litla- mamma. Þú varst búinn að vera svo lengi burtu, að við gátum ekki lengur haldist við ein saman. Þú ert okkur öllum svo tjarska ástfólg- inn, eins og þú getur skilið, og nú erum við hingað komin til þess að hjúkra þér og fai’a vel með þig, svo að þú getir aftur búið með okk- ur heill og hraustur og hamingju- samur. Þú skalt sjá það, að þegar við erum búin að hjúkra þér lítinn tima, þá verðurðu orðinn alheil- brigður. Þú getur ekki ímyndað þér, hvað við önnumst þig vel!« Það er ekki hægt með orðum að lýsa öðrum eins fagnafundi og þetta var. Sem betur fór, voru engir ó- kunnugir viðstaddir. Það, sem fram fór i kofanum, kom engum við, nema fjölskyldunni; enginn aðkomandi, meira eða minna forvitinn, átti að fá að sjá það. Samfundir hins sjúka toður og barnanna, sem hann hafði ekki séð svo lengi, voru í raun og veru of heilagir til þess, að nokkur óviðkomandi væri sjónarvottur að þeim. (Niðurl. næst). Ráðvendni. ■^ILTUR nokkur hét Páll. Pegar §1 hann var á tólfta árinu, misti hann föður sinn. Móðir hans var heilsu- tæp og gat ekki staðið straum af honum. Hann áselti sér þvi, að reyna að hafa sjálfur ofan af fyrir sér. Hann var nám-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað: 10. Tölublað (01.10.1914)
https://timarit.is/issue/305201

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. Tölublað (01.10.1914)

Aðgerðir: