Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1914, Blaðsíða 7

Æskan - 01.10.1914, Blaðsíða 7
æskan. 79 fás og hafði sjálfur lært að skrifa og reikna, og nú hugsaði hann með sér: »Eg kann að skrifa og reikna, og ég get kannske unnið fyrir mér, ef ég er starfsamur, ráðvandur og sparsamur«. Fór hann þá í næsta kaupstað. Þar var auðugur kaupmaður, sem hafði verið kunnugur föður hans, og bað hann kaup- manninn að taka sig. Kaupmaðurinn lét tilleiðast að taka hann með því móti, að hann héti því að vera trúr. Páll hét þvi með hreinskilni bernskunnar. Kaupmaðurinn tók smámsaman að fela honum skrifstörf og ýmsar erindagerðir, og sannfærðist um trúmensku lians og kostgæfni. Einkum féll honum vel í geð sú hrcinskilni Páls, að hann ásakaði sig jafnan, ef honum varð eitthvað á eða ef hann gleymdi einhverju, og svo námfýsi sú, er hann lét í Ijós við livert tækifæri. Páll varð þannig svo handgenginn kaup- manni, að hann fól honum að geyma lyklana að herbergjum sinum, er hann fór að hciman. Kaupmaður hafði ráðskonu, er Maria hét; hún var óvinveitt Páli, af því að hún þóltist lians vegna siður geta veilt mál- vinum sínum af fé húsbóndans; reyndi hún þvi á allar lundir að rægja Pál. Kaupmaður gaf þvi að vísu lítinn gaum, en áleit þó skyldu sina að reyna trú- mensku hans. Oft sendi hann Pái til að kaupa ýmislegt, og fékk honum þá einalt meiri peninga’ en hann þurfti, en Páll skilaði ælið afganginum og komst stund- um að betri kaupum en húsbóndi hans hafði búist við. Einliverju sinni skildi kaupmaður eftir peningapoka með einum gullpeningi í á búðargólfinu; gerði hann þetta til að reyna Pál. Páll fann peninginn og var þá annar búðarpiltur viðstaddur. »Hér ber vel í veiði«, mælti pilturinn. »Nú getum við glalt okkur á sunnudags- kvöldið, því ekki ert þú svo vitlaus, að þú farir að skila þessum skildingi«. »Jú, það geri ég víst«, sagði Páll. »Hús- bóndi minn á hann, en ég ekki; ég get ekki átt liann með góðri samvizku, en góða samvizku vil ég ekki missa«. Pegar kaupmaðurinn kom heim, fékk Páll honum peninginn, en hann varð glaður við, af því að hafa reynt ráð- vendni Páls, og gaf honum peninginn. Frá þeim tíma misti Páll aldrei traust húsbónda sins og velgerðamanns. Dró hann nú með ráðvendni saman svo mik- ið fé, að honum veittist létt að styrkja móður sina. María liætti að rægja hann, og lifði hann ánægður og farsæll. Áður en kaupmaðurinn dó, gaf hann Páli mikið fé, og varð hann vel metinn auðmaður. (»sakleysið«). Tóbakið. Barnablaðið Æskan hefir meðal annars tekið sér fyrir liendur það fagra hlutverk, að sporna á móti því, að tóbaksnautn komist inn hjá æskulýðnum, og flyt ég henni hér með beztu þakkir fyrir það. í tóbakinu er sterkt citur, er nefnist »nikótín«, auk ýmsra fleiri eiturefna, og er það svo banvænt, að einn dropi af þvi er nægur til að drepa fullþroska kött, og eru kettir þó annálaðir fyrir lifseigju. Petta eiturefni er, svo sem ýms önnur þvílík efni (t. d. vinandi, ópíum o. 11.), notað sem læknislyf, en nautnafýsn fólks hefir komið því til leiðar, að menn liafa farið að nota það sem munaðarvöru. Tóbakið heíir ill áhrif á taugakerfið og allan líkama vorn, og er sú starfsemi, sem vöknuð er hér á landi til útrýmingar því, virðingar- og þakkarverð, og vaéri óskandi, að sem ilestir styrktu þann fé- lagsskap með því að vera þar meðlimir. Pað mun vera byrjun margra lil ló- baksnautnar, að þeir sjá þá, sem eldri eru, neyta tóbaks, og taka það svo eflir, halda að það sé eitthvað svo mannalegt að ganga með stert í munninum eða nota tóbak á annan hátt, en það er þvert á móti. Hin sanna menning cr í þvi fólgin, að geta látið á móti tilhneigingum sínum hvenær sem er og að villast sem skcmst út í heimsglauminn. Pað þykir engum gott að ncyla tóbaks, sem byrjar á þvi. Pá koma varnirnar, sem náttúran hefir; hún tekur til sinna ráða, — menn ia svima, uppköst og verða lasnir. En þegar allur líkaminn er orð- inn spiltur, lúta varnir hans i lægra haldi; mótstaðan gegn eitrinu er farin og mann fer að langa i tóbak. — Þá er fallið næst. Sýkisgras eða bjarnarbroddur heitir planta, sem finst oft í kindakrafsi á vetr- um. Hvernig ælli að standi á þvi, að

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað: 10. Tölublað (01.10.1914)
https://timarit.is/issue/305201

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. Tölublað (01.10.1914)

Aðgerðir: