Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1914, Blaðsíða 4

Æskan - 01.10.1914, Blaðsíða 4
76 Æ S K A N. með fx-am, að nú vissu þau, hvar þau áttu að leita að föður sínum. Á fimtudagsnóttina kom Jóhönnu varla dúr á auga. Á miðvikudaginn höfðu þau hitt mann, sem sagði þeim, að þau væru á réttri leið, og að nú væri tæp hálfmíla eftir til Úlfadala. Og áður en sól væri komin upp, voru þau komin af stað. — Stundu fyrir nón voru þau komin til Úlfadala, og þar sáu þau hvern kofann við annan. Ekki vakti koma þeirra svo sem neina eftirtekt þar. Fólkið í þessu nýfundna gulllandi var vant við að sjá hitt og annað nýstárlegt, og þótti því koma þeirra systkina engin sér- leg nýlunda. I3au héldu nú áfram niður eftir dölunum, þangað til þau bar að húsi, sem var stærra en öll hús önnur. Það var gistihúsið í því bygðarlagi og pósthús um leið. Björn gekk þar inn til þess að vita, hvar faðir þeirra byggi, en hin biðu úti á meðan. »Já, ég skal visa þér til vegar«, mælti veitingamaðurinn, er hann kom út á dyraþrepið og benti til suðurs. »Þú heldur nú áfram þessa götu kippkorn, en siðan beygir þú af leið til vinstri handar. Eg ímynda mér, að þið verðið komin að stundu liðinni þangað, sem Hrólfur á heima. Svo þú ert sonur lians? Og slúlkan þarna er systir þín, get ég hugsað? En nú fáið þið ekki að fara fyr en þið eruð búin að fá einhverja hress- ingu. Komið nú öll inn með mér«. Þau færðust undan, en veitinga- maðuzánn vildi ekki annað heyra en að þau kæmu inn. Hann var svo dæmalaust góðlátlegur, og áður en Björn var búinn að átta sig á, hvað hann ætti að gera, var Jó- hanna búin að ráða við sig, að þau skyldu þiggja boðið, því að bæði voru þau og skepnurnar orðin þreylt og svöng, svo þau þörfnuðust bæði hvíldar og hressingar. Það var bezta máltíð, sem þau fengu, og veitingamaðurinn vildi ekkert taka fyrir. Þau hrestust nú vel við þetta, og þegar Litla-mamma var búin að sofa miðdegisdúrinn sinn, til þess að hún yrði góð, þegar hún kæmi til pabba, þá fóru þau altur leiðar sinnar. Hrólfur faðir þeirra hafði áll alt annað en góða daga síðan hann fór úr Bröttuhlíð í gullleitina eitthvað út í bláinn. Hann hafði leitað viða, en lánið var ekki með honum. Síð- ast heyrði hann þess getið, að menn hefðu fundið gnægð gulls í jörðu i Úlfadölum. Hann brá sér þá þangað og lá þar úti langlímum saman og gróf og gróf dag eftir dag' og fann dálítið. En þá varð hann veikur og versnaði með hverjum degi, svo' að hann varð að hætta greftrinum og fara í rúmið. Vinur Hrólfs einn hjúkraði hon- um meira en mánuð, og hefði hann ekki reynst honum eins og raun varð á, þá er bágt að vita, hvernig farið hefði fyrir veslings Hrólfi. Kofa hafði hann bjrgt sér í einni fjalls- hlíðinni og þar hafði Kristján gamli rekist á hann. Og þegar hann sá, hvað hann var illa staddur, þá á- selti hann sér að láta börn hans vita það. Vér getum því miður ekki sagl, að Ilrólfur hafi verið eins góður eiginmaðnr og faðir og hann hefði átt að vera. Þegar hann fór á braut frá börnum sínum, og hvorki hann né þau vissu, hvert hann kynni að lenda, þá lofaði hann þeim, að senda þeim bréf bæði oft og reglulega. — Þetta var fastur ásetningur hans þegar hann fór; hann ætlaði að skrifa

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað: 10. Tölublað (01.10.1914)
https://timarit.is/issue/305201

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. Tölublað (01.10.1914)

Aðgerðir: