Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1924, Blaðsíða 2

Æskan - 01.06.1924, Blaðsíða 2
42 Æ S K A N r Knútur í A1 m y í k. Saga eftir .Jolm Lie. (Framh.). »Það er hvorki of mikið eða lítið, það er þér og mér til gleði, og það er vilji minn, að svo verði. Taktu, geymdu, þegiðu! þú lofar þvi, er ekki svo?« »Já«. »Gefðu mér hönd þína þvi til stað- festingar«. Og þeir höfðu lófatak að þessu. »Það var ágætt«, sagði Ketill. »þú tókst þéttan í hönd mér og það líkar mér. Og nú skulum við snæða miðdegisverð«. Nú sá Knútur, að hornskápur var þar líka inni. Ketill tók þar út flatbrauð, smjör, steikt sauðarlæri og soðinn fisk. »Bið þú nú borðbænina þína«. Knútur las: »Gef oss í dag vort daglegt brauð, vor Drottinn Guð, af þínum auö, og þegar héðan hverfum vér, oss himnasælu gef hjá þér«. »Hver hefir kent þér þessa bæn?« »Mamma mín«. »Það er gott, gleymdu henni aldrei. Áttu nokkra hirzlu á Hómlandi, sem þú getur geymt i muni þína?« »Jú, ég á kistil«. »Er hægt að læsa honum?« »Já, já«. »Geymdu þá skrinið þar fyrst um sinn. Og bið þú svo mömmu þína að geyma það næst þegar þú fer heim. Ég ætla nú norður að Urriðavatni og líta þar eftir veiðistöngunum mínum. fú gelur komið með mér, ef þú vilt«. »Já, það vil ég gjarnan«. Þeir gengu nú fram með ánni all- langan spöl. Dalurinn varð æ mjórri og mjórri. Skógur, hæðir og fell skygðu á til allra hliða; þar var skuggalegl og sólarlaust og ekki sást nema upp í heið- bláa rönd af himninum. »Hér verðum við að klifra upp«. »Upp snarbratta fjallshlíðina!« sagði Knútur. »Já, einmitt það; þar eru klettaskor- ur, svo hægt er að ná fótfestu; þú ert alvanur að ganga í skriður og fjöll. Sérðu ekki bjallann þarna? Hann er svo fagurgrænn«. »Jú, en við klifrum þó ekki upp þangað?« »Þú skalt nú sjá. Komdu bara með mér. Ég hefi hamrað járnbolta inn í klungrið, þar sem ógreiðfærast er«. Ferðin gekk vel. F*eir komust upp á hjallann. Þar var mjúkt undir fæti. Það- an lá leiðin upp i þverbratta skógar- hlíð. Ketill gekk greitt; en þó leið góð stund áður en þeir kæmust upp fyrir skóginn og upp í fjallhagana. Far lá Urriðavatn og blikaði og glitr- aði í sólskininu. »þetta er alveg óvið- jafnanlegt veiðivatn. Hingað koma menn sjaldan, það liggur svo langt frá bygð- um. Og það er ágætt, því þá fæ ég að hafa fiskivatnið mitt i friði«, sagði Ketill. »Heyra þessar heiðar líka Hómlándi til?« spurði Knútur. »Já, svo langt sem augað eygir til norðurs og vesturs. Hingað er gott að fara til rjúpnaveiða á vctrum. Erlu skið- fær vel?« »0 jæja, ég kann dálítið á skíðum«. »Þá getur þú farið með mér; ég skal kenna þér að leggja snörur fyrir rjúpur«. »Já, getur þú ekki komist upp í fjall- ið á vetrum?« »Nei, en það er hægt að fara aðra leið austan við Hellisfjallið, en auðvit- að er það miklu lengri leið«.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.