Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1924, Blaðsíða 6

Æskan - 01.06.1924, Blaðsíða 6
46 Æ S K A N Flóra. Æfintýri. LÓRA, blómadísin, sat í liásæti i höllinni sinni, langt úti í heimi, par sem enginn maöur hefir stigið fæti sinum og engir eiga heima, nema blíöir blóm- álfar og yndislegar blómadísir. Flóra var drotning þeirra allra, enda bar hún af peim eins og sól af stjörnum. Höllin, sem hún bjó i, var bygð úr lindi- trjám, er mynduðu þakið úr laufskrúði. Alls konar yndisleg blóm vöfðu sig upp mcð slofninum, svo að hvergi sá í börkinn. Ilmur- inn fylti höllina, og alls konar fuglar sungu yndislega í laufinu. — Hásæti drotningar- innar var úr rósatrjám, sem báru ilmandi blómkolla. Sjálf var hún í kufli, ofnum úr fegurstu blómablöðum og um hálsinn bar hún festi úr blómhnöppum, sem lá niður á brjóstið, er hóf sig yndislega undir pessari fögru byrði. Hárið féll i gullnum lokkum niður á bakið og var alt blómum prýtt. Blómkrónu hafði hún á höfði. Augun voru töfrandi fögur og blá eins og »gleym-mér-ci«, Ilörundið var hvitt eins og blöð á baldurs- brá og fegursti rósaroði var i kinnum. Var- irnar voru eins og nýútsprunginn rósbikar. Hún hreyfði sig til í sætinu og kallaði á nokkrar blómadísir. Röddin hljómaði yndis- lega eins og englasöngur. Nokkrar indælar blómadísir komu svífandi. Pær höfðu blóm- sveiga um höfuðið og voru í blómkyrtTúm. Einkennismerki höfðu pær: rósir, liljur og fjólur o. s. frv., sem sýndu stöðu þeirra. Pær hneigðu sig tígulega fyrir drotningunni, skip- uðu sér kringum hásætið og biðu hljóðar eftir skipunum hennar. »Heyrið pið, góðar dísir, pað sem ég ætla að segja ykkur. Langt norður í Atlandshafi liggur eyja. Hún er hulin í snjó á hverjum vetri og sumrin eru fremur stutt; en pó par sé oft kalt, er par samt oft blítt og hlýtt. Fag- urt er par víða og tignarlegt. Pangað hafa farið fyrir þúsundum ára mörg af systkinum vorum og blómgast par. Nú langar mig til að hefja för mína og heimsækja þessi systkini vor og kynnast þeim og högum þeirra. — Nú er par hásumar og alt stendur par í blóma. Á morgun skulum við fara pangað. Ég kveð til fararinnar þær hraustustu af ykkur, sem bezt polið að mæta svölum vindi og regnia. — »Viö polum nú allar dálítið«, svöruðu disirnar, »og við viljum allar fara, ef drotningin vill vera svo góð«. Flóra brosti og rendi augunum yfir hóp- inn. Pær voru allar hraustar að sjá og ynd- islegar voru pær. Flóra elskaði pær innilega og hún gat aldrei neitað peim um neitt. »Jæja, verið pið pá tilbúnar um sólarupp- komu á morgun. Takið piö með ykkur ýms- ar jurtir, sem vel þola kulda, til pess að gróðursetja þar«. Dísirnar klæddu sig í græna mötla og tóku mikiö af hraustum og fallegum blóm- jurtum með sér. Flóra fór í glitofinn rósa- möttul. Pegar sólin steig úr hafsæng sinni, svifu dísirnar af stað. Leið peirra lá yfir blóm- skrýdd lönd, og bárótt höf og spegilslétl vötn, og seinast Atlanshafið með ótal bárum, og um hádegi voru pær komnar til fslands. Pær héldu fyrsl áfram, pangað til pær komu á stórt tún, er stóð i blóma, alpakið fiflum, sóleyjum og vallhumli. »Hvað heitir pú, dóttir góð?« spurði Flóra eitt blómið. »Brennisóley heiti ég, — og cr drotning hcr á túninu. Systir mín, Hófsóleyjan, vex með- fram lækjum og á mýrlendum túnum og drotnar par«. »Pví heitir pú Sóley?« »Ég er gul að lit og að pví leyti lík sól- unni; ég pyki vera illgresi, blöð mín eru eitruð og menn segja að ég spilli töðunni«. »Vertu sæl, Sóley«, sagði Flóra og héll til fífilsins. »Hvað heitir þú, sonur sæll?« spurði Flóra. »Fífill eða Túnfífill; ég er konungur hér og drotning mín er sóleyjan«. »Hvernig hagar pú pér?« »Fyrst er ég eins og grænn hnappur, en svo spring ég út einhvern morgun, er sólin vekur mig með kossi; svo vaki ég á meðan hún er á lofti, en pegar hún kveður mig á kvöldin, þá sofna ég og sef þangað til hún vekur mig aftur. Pegar ég eldist, verð ég gráhærður eins og fleiri góðir konungar, en pá kallast ég biða eða bifukolla. Pá hætti ég að sofa, en hár mín verða lík fjöður og bera fræ á endanum, sem niður snýr. Peg- ar golan kemur, feykir hún fræjunum út um túnið og par verða þau að fiflum næsta vor. Leggir mínir eru holir og börn búa til fest- ar úr þeim«. »Vel segir pú; vertu sæll«, sagði Flóra og hélt lengra. »Hvað heitir pú?« spurði hún stóra jurt með hvítum blómkolli, »Ég heiti Vallhumall; ég er bæði í rækt- aðri og óræktaðri jörð, og stuudum 1 sandi.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.